Freaky Friday Part IV-Lokahluti

Lokahlutinn skiptist upp í fimm hluta.

Hér er hægt að lesa fyrri hlutana af sögunni.

Fyrsti hluti

Annar hluti

Þriðji hluti

Freaky Friday Part IV-Lokahluti 

Úr III hluta FF

 Phílí barði með hnefanum í langborðið með miklum grimmdarsvip.  Hafði hann virkilega heyrt plomb hljóð eða eitthvað slíkt?  Phílí leit í áttina þar sem hljóðið hafði borist og sá að rauður takki sem öskraði á hann (ekki bókstaflega samt) að ýta alls ekki á sig hafði birst.

Phílí, sem hafði aldrei séð þennan takka áður fór jafn hægt að honum og hann væri að nálgast villidýr.  Ætli þetta sé leynivopn æðstu skaparanna?  Eitthvað sem ég gæti notað gegn Credesarfíflinu?  Phílí leið eins og hann hefði séð Createísinn hrapa af himnum ofan ásamt hríðskotabyssu.  Phílí réð sig varla fyrir æsingi og fingurgómurinn hans var á hraðferð að takkanum í sömu mund að gullhurðin hrópaði:,,PHÍLÍPUS RÍS FÍL…EEEH CONCEQUENSES HEIMTAR AÐ FÁ AÐ KOMAST INN ÁSAMT PHÍLÍUSI RÍS FÍL!  HANN SEGIST HAFA HANDSAMAÐ SVARTA ELD!”

En Phílí heyrði ekkert né sjá neitt annað en þennan forboðna takkann og hrjúfótti fingurgómurinn hans var í seilingarfjarlægð frá rauða slétta yfirborðinu.   Phílí, sem vissi varla hvort hann væri staddur í draumi eða veruleika, var sama um allt annað í kringum sig nema þennan takka.  Hann og takkinn voru eitt.

 

,,EKKI SNERTA TAKKANN!”

,,Huh…”  Phílí getur svarið það að hann heyrði tvær raddir segja þetta eða er hann endilega að missa það?  Hann er nú eftir allt saman fastur í líkama Nightmare.  Tja, aðallega fastur vegna þess að hann hafði ekki sagt Sydney sannleikann.  Hann hafði enga hugmynd um hvort að þetta væri afturvirkt ferli eða ekki.  Hver var líka að hrópa að honum að snerta ekki takkann?  Var það Credesarfíflið?  Jæja, hann skyldi sko sýna honum að hann kæmist ekki lengra með áætlunina um að taka yfir æðstu skaparanna.  Phílí var handviss um að alveg sama hversu æðstu skaparanir eru slæmir þá væri Credesarfíflið milljón sinnum verra og hann ætlaði að gera allt sem í sínu valdi stóð til þess að koma í veg fyrir að hann kæmist til valda.  Þar með að ýta á takkann sem hlýtur að geyma leynivopn æðstu skaparanna.

,,Æ!”  Phílí kemst ekki lengra með hugdjöfru áætlun sína að stöðva Cre-Tes í því að ná heimsyfirráðum, þar sem skyndilega slær vatnskennt hendi fingri hans burt.  Hann blæs á fingurinn en þegar hann ætlar að gera aðra tilraun til að ýta á forboðna takkann er hrópað að honum:,,ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ SNERTA EKKI TAKKANN!”  Það er gripið með álíka miklum ofsa um úlnliðinn á honum og hrópað var að honum.

Phílí snýr höfðinu hægt til hliðar þegar hann ber kennsl á röddina og hendist upp eftir að hafa fengið grun sinn staðfestann.  Hann horfir beint í silfurbláu augu föður síns en þrátt fyrir fast takið um úlnlið hans, er ekki að finna reiði í augnaráðinu heldur þvert á móti ótta.  Ótta sem að Phílí hafði ekki séð síðan að mömmu hans var eytt af Des óviljandi fyrir tíu árum síðan.  Nei, það er reyndar ekki rétt munað hjá honum.  Hann hafði séð þennan ótta fyrr, fyrir tveimur árum síðan eftir að systir hans hafði fundist sálarlaus í frumskóginum.  En þann dag hafði hann líka séð hina heljarmiklu reiði sem býr innra með föður hans.  Phílí ætlaði aldrei að upplifa þann ótta aftur.

,,Pab..ég á við.”  Phílí bítur í tunguna á sér og segir eins kuldalega og hann getur:,Hvað ertu að gera hérna herra Cre-Tar?”  Hann er þó fljótur að bæta við biðjandi rómi:,,Slepptu mér…”  og nær því ekki alveg að halda sér í karakter.

Nightmare hefði slegið hendi hans burt eða hótað honum með æðstu tortímendunum.  Alls ekki sagt, slepptu mér, eins og lítið barn sem er að stelast að fá sér Createís.

,,Phílíus, hættu þessum leikaraskap!  Við vitum að þetta er þú.”  Hastar pabbi hans á hann þó að óttinn sé ekki með öllu horfin úr augum hans.

Phílí getur varla lýst því hvað hann er fegin að heyra þessi orð þrátt fyrir að þau hafi verið borin fram með þessari hörku.  Hann hafði ekki gert sér grein fyrir óttanum við að þurfa standa einn í þessu.  Hjálparleysinu sem líktist því að vera staddur í martröð og þar sem Phílí hefur það fyrir venju að eyðileggja allt í draumum sínum.  Var takkinn eina leiðin út úr þessu helvíti.

,,Pabbi!”  Hann kastar sér um háls föður síns og í eitt yndislegt augnablik finnst hann honum hafa snúið aftur í alvöru líkama sinn.

Að baki þeirra missir Nightmare í líkama Phílíusar andlitið yfir þessari sjón en á hinn bóginn virðist pabbi Phílíusar ekkert kippa sér upp við að þetta sé annar líkami en venjulega.  Hann tekur utan um hann og klappar sefandi á aldrað bakið hans:,,Svona, svona þetta verður allt í lagi.”

Fegðarnir hrökkva upp við hart bank og Phílí sér að Nightmare hefur barið í borðið til að rauði takkinn hverfi.

Hann trommar með ungum fingrunum á borðið, setur í brýnnar til að líkjast sem sínu rétta sjálfi og segir ísköldum rómi:,,Veistu hvaða takki þetta er, Phílíus?”

Phílí hristir snjóhvítt höfuðið en á þó erfiðast með að meðtaka það að vera horfa á sjálfan sig.  Þetta er eins og vera horfa á spegil sem virkar öfugt.  En af hverju er Nightmare klæddur sem hann í þessi dökkgrænu náttföt?  Phílí hatar þau út af lífinu og mænir með eitruðu augnaráði á þau.  Bíddu en af hverju er Nightmare enn í náttfötum…eh það er að segja af hverju er ég enn í náttfötum en ég var ekkert í náttfötum í gær…hvað þá þessum…

,,Phílíus!”

Phílí kipptist við og finnst enn furðalegra að það sé líkami hans sem er að kalla á hann.

,,Þessi takki sem þú ætlaðir að vera svo sniðugur að ýta á…”  Nightmare þegir til þess að búa til spennu eða hefur hann kannski gleymt því sem hann ætlar að segja.  Phílí stífnar upp þegar að Nightmare horfir á hann úr hans eigin líkama með grimmdarsvip eins og hann viti hvað hann sé sað hugsa.

,,Er takkinn til að kalla á æðstu tortímendurnar,”  lýkur pabbi Phílís loks setningunni eins og hann hafi gefist upp á að bíða eftir að Nightmare kláraði setninguna.

,,Þakka þér fyrir herra Phílípus…” segir Nightmare án þess að meina það á nokkurn hátt en pabbi Phílís heldur áfram:,,sem þú ætlaðir að nota á Phílí fyrir stofndagshrekkinn.”  Hann horfir á Phílí…nei Nightmare í líkama hans með svo köldu augnraráði að Nightmare nei Phílí finnist sem hann sjái ísnálar skjótast á milli þeirra.

,,Í alvöru!?”  Phílí brosir með andliti sem er ekki vant því að brosa.  Hann hefði þá í alvörunni fengið að upplifa það að vera eins og Pellý.  En svalt

,,Af hverju brosirðu?  Þetta er ekkert gamanmál!  Hann ætlaði…”  Pabbi hans bendir á Nightmare sem virðist hafa verið sleginn út af laginu með þessum ásökunum.

,,Nei ég…”

,,og alveg sama þótt að það hefði endað með nákvæmlega sömu afleiðingum og gerðist með Katharíönnu!  Kveikja í öllu saman og svo vera tekin af lífi fyrir það!”

,,Nei!  Ég ætlaði ekki að gera það!”

,,Hvað þá?  Ég sá leyfisbréfið!  Þú fékkst leyfi frá Sunrise!”

,,Já…ég á við nei.  Ég var ekki sá sem bað um leyfi fyrir þessu.”

,,Ha!  Heldurðu virkilega að ég trúi því!”

,,Cre-Tes Títós Rís Fíl Creator var sá sem bað um það.”

 

II

 

Það fellur dauðaþögn í hásætissalnum og þrátt fyrir að venjulega ætti að heyrast í vatnsniðnum í sköpuðu vatnsföllunum fyrir utan alheimsstöðvarnar undir þannig kringumstæðum, all staðar í skólanum, þá barst ekkert af honum inn í hásætissalnum. Það er í alvörunni dauðaþögn.  Þeir hættu meira að segja að anda.

,,Cre…Tes?”  Phílípus starir á Nightmare í líkama sonar síns eins og hann sé í fyrsta sinn að átta sig á því, að það er ekkert eðilegt að sjá hann þannig.

Nightmare kinkar kolli með höfði Phílíusar:,,Já.”

,,Cre…Tes bað um það…þrátt fyrir það sem gerðist með systur hans…?  Þrátt fyrir að hafa misst föður sinn og móður…”  Phílípus faðmar Nightmare-Phílí þéttar að sér með fjarrænu  augnaráði.  Það er eins og silfurbláu augu hans hafi misst allan lit.

,,Já,”  segir Phílí-Nightmare án nokkurar tilfinningu.  Phílí finnst undarlegt að heyra rödd sína gersneydda alla hlýju og finnst þessi dagur verða undarlegri með hverri mínútu sem líður.

,,En af hverju…?”  Spyr pabbi Phílís hljómlausri röddu og horfir niður fyrir sig eins og gólfið gæti svarað spurningu hans betur en Phílí-Nightmare.

,,Ég hef grun um af hverju en ég get ekki upplýst um það að svo stöddu.”

,,AF HVERJU Í HELLAMANÍA GERÐI HANN ÞAÐ!?”

,,Á, ekki öskra upp í eyrað á mér, pabbi.”  Nightmare-Phílí grípur um eyrað.

,,Fyrirgefðu, Phílíus minn.”

,,Þrjú orð.”  Phílí-Nightmare lyftir einum fingri fyrir hvert orð:,,Rís_Fíl_bölvunin.”

,,Rís Fíl…bölvun…?  En það er það sama og…,” tautar Phílí en Nightmare segir áður en Phílí getur sagt nokkuð fleira:,,Löng saga.”

,,Hversu…löng?”  Spyr Phílí líkama sinn.  Varla lengri en þessi undarlegi dagur…eða mér finnst hann allavega hafa verið langur.

,,Ég hélt að hún væri bara goðsögn…,” tautar pabbi Phílís og Nightmare blæs upp svarta hárinu af pirringi og segir:,,Finnst ykkur ekki að við ættum að fara að sinna okkar, ef svo mætti að orði komast, ástandi?”

,,Ha…jú…það er rétt…”  Pabbi Phílís horfir á hvar hann heldur utan um Nightmare og sér hvernig augasteinar sonar hans renna til af þreytu.

,,Sérstaklega þar sem við þurfum að losa drenginn þinn við þetta innsigli sem honum tókst að verða sér út um frá Cre-Tesi.  Frænda þínum virðist vera mjög í nöp við þig…”  Nightmare bendir með ungum ásakandi fingri á gamla líkama sinn:,,Mér er sífellt illt í höndunum.”

Það er fyrst þá sem Phílí tekur eftir því að Nightmare hefur öðru hvoru verið að nudda handlegginn eins og sé með náladofa.  En Phílí hafði veitt því litla athygli vegna þess að skærgrænu flauelisnáttfötin sem Nightmare klæddist áttu hug hans allan.  Loks rennur upp ljós fyrir Phílí.

Hann losar sig úr faðmlagi föður síns og segir:,,Hann gerði okkur þetta.”

,,Ha?”  Nightmare lyftir svartri augabrún og það sama gerir faðir Phílís með sína steingráu.

,,Hann gerði okkur að þessu sem við erum núna…semsagt lét okkur skipta um líkama.  Ég er viss um það…ég var viss um það en er enn vissari eftir að hafa heyrt þetta,”  segir Phílí og finnur hvernig það hjálpar honum að ná áttum í þessari hringavitleysu sem hann er lendur í, með því að reyna finna einhver rök í þessu öllu saman.

,,Cre-Tes?  Af hverju ætti að hann vilja svona vitleysu?  Gerði Sydney þetta ekki?  Talandi um Sydney, ég ætti að kalla á hann…”  Nightmare beinir augum sínum alfarið fram eins og hann búist að Sydney komi við það eitt, að hann hafi nefnt hann.

,,Sydney er saklaus,” segir Phílí og verður hugsað til þess hvernig Sydney hafði ekki minnstu hugmynd um að Phílí væri staddur í líkama bróður hans.  Nei, hann hafði ekki einu sinni kippt sér upp við að Nightmare væri að hrópa á hann vegna martraðar.  Phílí fer ósjálfrátt að flissa að myndinni af barnalegum Nightmare að halda fast utan um bróður sinn.  Pabbi hans spyr hvað þyki svona hlægilegt en Phílí svarar engu.

Nightmare hvessir á hann augum með ljósbláum augum hans, þannig að skyndilega virðast saklausu augun svo miskunnarlaus:,,Saklaus?  Bróðir minn er aldrei saklaus þegar kemur að tilraunum.”

Phílí snarhættir að hlæja og segir:,,Hann veit ekkert um þetta…”

,,Ha, trúlegt…ég skal kalla á hann og fá botn í þetta.”  Nightmare dregur djúpt að sér andann og byrjar að hrópa:,, SYD-

,,Já, bróðir?”

,,Ney..?”  Nightmare starir á hvar bróðir hans er skyndilega ljóslifandi kominn fyrir framan þá eins og hann hafi allan tímann verið þarna.

III

 

Skyndilega stendur Sydney Dawn fyrir framan þremmeninga eins og hann hafi alltaf verið þarna.

En það sem vekur mestu furðu er að hann virðist ekkert finnast neitt skrýtið við að sjá bróður sinn í faðmlögum pabba Phílípusar né sjá Phílí klæddan í dökkgræn náttföt eins og blóðkál.  Nei sjá Phílí skipa honum fyrir.  En það vekur mestu undrun hjá þeim öllum er að hann skuli hafa ávarpað Phílí beint eins og hann vissi um sálnaflakkið.

,,Sydney….”  Nightmare starir á bróður sinn með ljósbláum augum Phílís.

Phílí starir á Sydney með perluhvítum augum Nightmare.  Vissi..gerði Sydney okkur þetta virkilega?

,,Vissirðu…þetta allan tíma?”  Nightmare fylgist með bróður sínum stíga hægt í áttina til sín og ljósbláu augun lýsa af mikilli grunsemd en einnig, það sem kemur Phílí mest á óvart, ótta.

Nightmare tekur andköf af undrun þegar að Sydney faðmar hann fast að sér.

,,Það gleður mig að þú sért heill á húfi, bróðir sæll,”  segir Sydney klökknum rómi í svart hárið hans.

,,Sydney…” segir Nightmare á innsoginu.

Phílí veit ekki alveg hvað honum á finnast um þessa sýn.  Hvort hann eigi að hlæja óstjórnlega yfir furðuleika þess að sjá Nightmare svona mannlegan, svona viðkvæman en í hans líkama eða hvort hann eigi að gapa eins og gúbbífiskur.  Pabbi hans virðist eiga í sömu vandræðum ef marka má steinilostið augnaráð hans en það breytist reyndar fljótt í stingandi.

,,Vissirðu þetta allan tímann herra Cre-Tter?”

Sydney snýr sér að pabba Phílís sem horfir ásökunaraugum á hann, enn haldandi utan um bróður sinn:,,Að sjálfsögðu, ég gæti ekki verið vísindamaður alheimsshöfuðstöðvarnar, ef ég passaði ekki upp öryggi bróður míns.”  Hann klappar á svartan kollinn hans.

,,Sydney…” heldur Nightmare áfram að segja á innsoginu.  Phílí líður ekki vel að sjá líkama sinn muldra eitthvað sem ætti allt eins verið ástarjátning.  Viltu gjöra svo vel að hætta að misnota röddina mína svona Nightmare!   Á hinn bóginn er hann líka þakklátur fyrir að röddin hans hafði endurheimt hlýju sína sem hún hafði verið gersneydd svo lengi.  En öllu má nú ofgera!

,,Gerirðu..þeim þetta?”  Heldur pabbi Phílís áfram og Sydney lætur engan bilbug á sér finna, þegar hann hristir höfuðið og segir einfaldlega nei.

Ég vissi það Cre-Tes gerði þetta!  Ég sagði þetta!  Það hlakkar í Phílíusi en ekkert af þessu virðist hann geta sagt upphátt.  Hann vill ekki láta rödd Nightmare hljóma sigurvissa.  Aldrei.

,,En hvernig vissirðu þetta þá…?  Hversu lengi?”  Pabbi Phílís bendir til skiptis á Phíli í líkama Nightmare og Nightmare í líkama Phílí.

Sydney beinir borandi ljósrauðu augum sínum á Phílí sem líður eins og hann sé smá saman að breytast í gatasigti:,,Phílíus, þú veldur mér miklum vonbrigðum.”

,,Ha..ég?”  Phílí bendir á sig í líkama Nightmare.  Nightmare hefur gert alla þessa hræðilegu hluti og hann veldur þér fyrst vonbrigðum…þegar ég er hann!?

Sydney kinkar kolli yfir spurningu Phílís en ekki vangaveltum  og heldur áfram:,,Þú áttir að segja mér satt í byrjun.”

,,Svo þú vissir…?”  Phílí horfir í gaupnir sér til að forðast borandi augnaráð Sydney.

Sydney kinkar hægt kolli eins og hann sé að vega salt með höfðinu:,,Að þetta væri þú sem værir að hrópa svona örvæntingarfullt á mig í morgun?  Já.”

Pabbi Phílís horfiri hræddum augum skiptis á Nightmare-Phílí og Sydney:,,Örvæntingarfullt?  Hvernig þá?”

,,Eins og hann væri með martröð.”

,,Martröð!”  Pabbi Phílís horfir skelfingum lostnum augum á Phílí eins og hann sé fyrst núna að gera sér grein fyrir hversu martaðarkenndri stöðu hann er búin að vera í.  Hann bítur í neðri vörina.  ,,Æ, elsku drengur minn.”  Eftirsjáin heyrir bersýnilega í rödd pabba hans yfir að hafa ekki vitað af þessu fyrr.

Phílí-Nightmare virðist vera staddur allt annars staðar, þar sem hann horfir með aðdáun á Sydney eins og hann sé engill sem ætli að heimta hann úr helju.  Phílí finnst óhugnanlegt að sjá sjálfan sig gera þetta.  Hann borar sandöldunum og þar með berskjölduðum tánum í gólfið og finnur kuldann streyma í gegn um sig við snertingu kalda gólflatarins.  Dawn…svo fær Nightmare neinar martraðir.  En bíddu..talaði Sydney ekki eitthvað um.  Var þetta draumurinn um Reddý eða Tammý.   Hverjir eru það?

,,Sydney…”  segir Nightmare biðjandi rómi og hnippir í hvítu skyrtuermi bróður síns og án þess að þurfa skýra sig neitt frekar, virðist Sydney skilja þetta sem merkingu um að byrja á sögunni frá byrjun.

IV

 

Nightmare horfir á hvar Phílípus hefur ekki getað sleppt takinu af syni sínum sem gerir sitt besta til að sleppa úr faðmlagi hans.  Þeir hafa endurheimt sína alvöru líkama og dauðþreyttur reynir Nightmare að ná utan um allt sem gerst hefur þennan undarlega dag.  Dag?  Nei, þetta var bara morgunn en virkaði vissulega eins og heill dagur eða allavega vika í augum Nightmare.

 

Þökk sé Sydney hafði þessu hættuástandi, eins og Nightmare hafði kosið að kalla það, verið aflýst og engar afleiðingar hlutust af.  Sydney hafði útskýrt fyrir þeim að hann hafði séð alveg frá byrjun hvernig í öllu lág, frá því að hann kom inn í hásætissalinn að kanna hvort að bróðir hans væri virkilega enn að vinna.  Honum til mikils léttist hafði hann séð hann steinsofandi á borðinu og þó að Sydney væri engan veginn sammála að það væri góður svefstaður, var hann allavega feginn að bróðir sinn væri að hvílast eitthvað.  En það kom honum í algerlega opna skjöldu, þar sem hann ætlaði að mæla blóðþrýstingin og allt það sem hann gerði við Nightmare á hverjum morgni, að hann skyldi ástúðlega muldra upp úr svefni eitt ákveðið nafn.  Nafn sem að Sydney hefði vissulega viljað að Nightmare myndi bera fram með einhverri hlýju en öllu má nú ofgera.

Sydney tók fram tækin sín og sá undir eins hvað gekk á, þó að hann hefði enga hugmynd um hvernig þetta gerst.  Hann hafði aldrei heyrt um að þess konar sálnaflakk væri einu sinni mögulegt.

 

,,Þetta hefði aldrei gerst, hefði þú sofið í rúminu heima eins og ég hef þrábeðið þig um að gera.”

,,Hva…af hverju ætti þetta ekki að hafa gerst þá?”  Phílípus leit undrandi á Sydney.

,,Vegna þess að tækin mín mæla undir eins ef eitthvað óeðlilegt er á seyði.  Ég hefði jafnvel getað komið í veg fyrir þetta ef þú bara..”

,,Sydney, hvernig dettur þér í hug að ég vilji vera í rúmi tengdur við alls kyns tæki?”  Hreytti Nightmare út úr sér, enn í líkama Phílís.

,,Vegna þess að þá ertu öruggur.  Sylvi, þú verður að passa upp á öryggið þitt og heilsuna.  Þú ert nú einu sinni æðsti skapari…”

,,,já…”  Nightmare greip fyrir eyrun.  Honum hefði aldrei látið sér detta í hug að gera þetta ef hann væri í alvöru líkama sínum.  Þessi hegðun passaði fullkomlega við eiganda þessara líkama.

,,og bróðir minn.”

Nightmare sem átti ekkert svar við þessari einfaldu játningu, lét hendurnar síga og starði á bróður sinn.  Hann sá í fyrsta sinn glitta í örvinglun í ljósrauðum Sydney.  Nightmare heyrði út undan sér Phílípus spyrja hvort að hann gæti fengið samskonar tæki til að fullvissa sig um öryggi sonar síns og heyrði hvernig Phílí mótmælti hástöfum og sagðist ekki þurfa neitt svoleiðis.  Pabbi hans svaraði honum reiðilega til baka, að hvernig gæti hann þá útskýrt ástandið á sér og bælingarinnsiglið.  Ekkert af þessu hefði gerst ef hann hefði bara verið heima.  Phílí hreytti þá út úr sér að þetta gerðist bara vegna skærgrænu náttfatnanna sem pabbi hans hafði sett hann í og pabbi hans hváði og sagði að hann hafði bara gert það til að koma í veg fyrir að Phílí yrði kalt vegna handleggjana.  Að handleggirnir myndu taka allan líkamshita og þegar að Phílí hrópaði af hverju pabbi hans hefði þá ekki valið annan lit, fékk Nightmare nóg og skipaði þeim að þegja.  Sem þeir gerðu undir eins og þó að vanabundin skipunin kæmi frá öðrum líkama en venjulega.  Já, það þyrfti meira en að láta Nightmare skipta um líkama til að láta hann missa vald sitt sem hann hefur yfir öðrum.  Hann þoldi ekki sjá sjálfan sig rífast yfr svona smábarnalegum hlutum og var kominn með hausverk af því að greina hvort að hann væri virkilega sjálfur að gera þetta, eða hver væri að stjórna honum til að segja svona hluti.  En það sem Nightmare átti erfiðast með að skilja var, hvernig Sydney datt í hug að láta Phílí vera einan í hásætissalnum.  Phílí hafði örugglega ekki verið meira en fimm mínútur þarna inni, ef marka má hvenær svefnpurkan átti að hafa vaknað samkvæmt sögu Sydney, en samt hafði heimska drengnum næstum því tekist að drepa sig með að ýta á takkann fyrir æðstu tortímendurnar!  Þú ýtir ekki á takka sem þú veist ekkert um, hvað þá í hásætissalnum.  Hvað var drengurinn að hugsa!?  Nightmare vonaði innilega að Phílípus myndi flengja hann duglega fyrir uppátækið en þó ekki fyrr en að hann væri snúinn aftur í alvöru líkama sinn, takk fyrir. Ef hann gerði það ekki, myndi Nightmare gera það.  Það var lífsnauðsylegt að drengurinn lærði að hugsa áður en hann framkvæmir, annars myndi hann ekki lifa fram yfir fullan aldur.  En hvernig gat Sydney yfirsést svona nokkuð!  Nightmare sneri sér með þjósti að bróður sínum og setti í svartar brýnnar.

,,Sydney, hvernig…!?”

,,Þú heldur þó varla að ég hafi skilið Phílí eftir algerlega eftirlitslausan?”

Nightmare varð kjaftstopp yfir að bróðir hans skyldi lesa hann eins og opna bók en kom hálfkláruðum setninginum, ef setningar skyldi kalla, út úr sér:,,Eh…ég…”

Sydney hristi höfuðið og sagði með miklum vonbrigðahreim:,,Æ, Sylvi.  Þú getur verið svo saklaus.”

Nightmare saup hveljur og svart hárið sem stóð þegar upp í loftið, stóð upp á endana sína:,,Ég saklaus!?”

Fegðarnir sem höfðu haldið áfram að rífast í hálfum hljóðum, sneru sér eins og eitt höfuðið í áttina að Sydney og horfðu á hann eins og hann hefði sagt að æðstu tortímendurnir væru bara prakkarar.

Sydney kinkaði kolli og klappaði á svartan koll Nightmare sem krosslagði armanna og setti upp skeifu, yfir að það væri komið fram við hann eins og krakka.  Hvernig vogaði Sydney sér!?  Hann sem hafði alið hann upp!

Sydney færði höndina af kolli Nightmare og barði í borðið.

Nightmare horfði stóreygður á hvar rauði takkinn birtist:,,Hvað ertu að gera!?”

,,Prófaðu að snerta takkann, Phílí.”

,,Nei, ekki!”  Nightmare veifaði höndunum en það var of seint.  Phílí hafði komið við kallið eins og hlýðinn hundur og ýtt á takkann, áður en pabbi hans né Nightmare gátu gert neitt annað en horft bjargarlausir á.

Það sem gerðist næst kom þeim öllum á óvart nema Sydney.

,,Æ!”  Nightmare-Phílí stakk svíðandi fingrinum upp í sig eftir að hafa fengið vægt raflost.  Phílípus tók fingurinn út úr honum sem var alþakinn slefi, læknaði hann  (þó að það væri algerlega óþarfi) og hvessti augum á Sydney.

,,Sjáðu, það var aldrei nein hætta.”  Sydney brosti sjaldséðu brosi að bróður sínum.

,,Já…ég skil…”  Að sjálfsögðu var bróðir hans enginn hálfviti.  Nightmare vissi það alveg en hann gat verið stundum svo kærulaus.  Sérstaklega þegar viðkom Línu.

,,Mér skapi næst að hafa þetta alltaf raflosttakka.  Svo þú notir þá aldrei nokkurn tímann aftur á Línu.  Heyrirðu það, bróðir kær?”   Sydney laut niður að bróður sínum og það gat eitthvað haft með það að gera að Nightmare væri töluvert minni en venjulega, að hann kyngdi óttasleginn kekki í hálsinum en lofaði samt engu.  Hann gat það ekki. Hann vissi að hann þyrfti seinna meir að nota þá til yfirheyrslu.  Nema að hann gæti fengið Phílí til að uppljóstra um allt.  Phílí hlaut að vita eitthvað um hvað Lína væri að pukrast inn á lokuðu svæðunum.  Sérstaklega í ljósi þessi að það tengdi víst systur hans á einhver hátt.  Nightmare myndi beita frekar óhefðbundinni aðferð til yfirheyrslu enda fannst Nightmare hann enn fyllilega eiga skilið refsingu fyrir að hafa reynt að snerta takkann í fyrsta sinn, jafnvel þótt að engar afleiðingar hefðu hlotist af.  Phílí gat engan veginn hafa vitað það.

Phílí lyfti snjóhvítum brúnum þegar hann sá hvernig Nightmare horfði á hann úr eigin líkama og lét braka í hnúnunum.  Bíddu, bara strákur.  Um leið og þú hefur jafnað þig eftir þennan undarlega morgunn, þá…

Phílípus spurði Sydney hvort að Nightmare hafði virkilega notað æðstu tortímendurnar á Línu og hvort að það hefði verið ástæðan fyrir því að Des gekk af göflum?  Þegar Sydney svaraði játandi, fölnaði Phílípus upp og sagðist vona að Des myndi ekki leita hefnda.

Phílí kreppti hnefanna og horfði stingandi perluhvítum augum á Nightmare og sagði:,,Ef þú svo mikið sem snertir hár á höfði Línu aftur, þá er mér að mæta.”

En Nightmare bliknaði ekki einu sinni heldur sagði:,,Vinsamlegast ekki nota röddina mína til að tala vel um Línu og…mundu að þú ert heitbundin henni Sóphíu minni.  Hvort sem þér líkar það betur eða verr.”

Þar sem Phíli gnísti tönnum, hugsaði Nightmare með sér að samningshjónabandið væri eina leiðin til þess að Phílí væri öruggur en ekkert af því sagði hann upphátt.

 

V

 

Nightmare hafði verið dauðfegin þegar hann heyrði að Sydney sagði að enginn af æðstu sköpurunum vissi það sem gerst hafði og hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af kennslunni.  Betrayal hafði hlaupið í skarið fyrir hann eftir að Sydney sagði að bróðir sinn hafði hnigið niður af ofþreytu og Plea hafði tekið við kennslunni fyrir Phílípus, eftir að Sydney sagði Phílípus væri heima hjá veikum Phílíusi.  Tea hafði meira segja boðist til þess að klára pappírsvinnuna.  Nightmare leist ekkert á að heyra það, þar sem Tea var vitavonlaus þegar að kom að öllu skriflegu og vonaði að hann gæti komið í veg fyrir þann harmleik.  Æðstu skaparnir tóku útskýringar Sydney gildar og spurðu engra spurninga.  Nightmare létti auðsjánlega þegar hann heyrði að orðspori sínu var bjargað.  Sydney var með sálnaflutningstækið til reiðu en áður en þeir stigu inn í sitthvorn klefann, hrópaði Phílí upp yfir sig að Nightmare ætti í guðsins bænum að skipta um föt áður.  Phílí neitaði að flytjast aftur í líkama sinn ef hann þyrfti að klæðast þessum skærgrænum náttfötum sem áttu víst enn að hans mati, alla sök á þessum sálnaflutningi.  Pabbi hans andvarpaði, bað þá afsökunar, dró son sinn afsíðis og hvíslaði eitthvað að honum sem fékk Phílí til að fölna og vera í stíl við hár sitt, skegg og kyrtill.  Phílí hljóp inn í klefann og Nightmare fór inn í hinn.  Nightmare hafði ekki hugmynd um hvernig Phílí gat allt í einu haldið því fram að náttföt bæru ábyrgð á því sem var fyrir augnabliki síðan alfarið á ábyrgð Cre-Tesar.  Nei, Nightmare var viss um að Sunrise stæði að baki þessu og ætlaði hann að eiga alvarlegt orð við hann um leið og hann fengi alvöru líkama sinn.

 

Nightmare leið eins og sálin hans hefði verið ryksuguð upp, hent inn í þvottavél og lokum hent niður í óhreinatau, þegar hann loksins komst aftur í gamla líkama sinn.  Þó honum sundlaði eftir þetta ferðalag og fannst aldrei eins og heimurinn hætti að hringsnúast, var hann samt fenginn að sjá loksins aftur hendur sínar.  Að vísu var hann viss um að Phílí hefði getað lifað mun betra lífi með þessu líkama en hann nokkurn tímann og með þessu móti hefði Phílí getað verið einna öruggastur.  Pabbi hans hafði meira segja tvístigið á tímabili og þráðspurt Sydney hvort að tækið væri örugglega öruggt, hvort að það væri ekki betra að halda þeim bara svona í stað þess að eiga hættu á fá einhverja úrkynjun.  Sydney hafði beðið hann að hætta að hafa þessar áhyggjur, að þetta væri fyrsta flokks tæki frá Horror.  Þau orð höfðu engan veginn haft sefandi áhrif á Phílípus en hann lét loks tilleiðast og horfði fullur hryllings á tækið.

Um leið og Nightmare hafði getað horft eðilega á heiminn, þó að sjónin væri aftur orðin dekkri en með augum Phílís, þá öllum að óvörum reif hann í Phílí og rauk í hásætissalinn með Phílípus og Sydney á hælunum.

Phílí hafði barist um í taki hans en Nightmare hafði ekki sinnt því heldur ýtt á takka (ekki samt rauða takkann) þar til svartur skjár reis upp úr gólfinu.  Hann hreytti í syfjaðan Sunrise að vakna undir eins og taka innsiglið af Phílí, þannig að hann hlyti engan skaða af.

Sunrise þóttist ekkert skilja en þegar Nightmare urraði af pirringi,  gerði Sunrise þar sem fyrir hann var lagt og Nightmare forðasti það hrópa af gleði, þegar hann sá að Phílí gat hreyft hendurnar eðilega.  Phílípus tók það upp á sína arma að láta í ljós tilfinningar Nightmare og kreisti son sinn sem spurði pirraður hvers vegna þetta hefði ekki getað verið gert á meðan Nightmare væri í líkama Phílís.  Nightmare hreytti úr úr sér, að hann vildi ekki eiga hættu á sálnaruglningi þar sem innsiglið var beintengt við sálina hans sökum Rís Fíl bölvuninnar og að sjálfsögðu fór Nightmare ekkert út í það útskýra hvað fólst í bölvuninni, sem hafði nú borið tvisvar a góma.

Sunrise spurði hvort að þetta væri allt og þegar Nightmare svaraði neitandi, að hann vildi líka vita hvað Cre-Tes væri að hugsa með því að setja þetta stórhættulega innsigli á Phílí og hvort að Sunrise hefði eitthvað haft að gera með sálnaflakkið, lét Sunrise sig hverfa með plombi þannig að Nightmare gat ekkert gert nema urrað á svarta skjáinn.

,,Þetta fífl.  Ég verð þá að finna út úr því sjálfur.”  Hann hamrað í langborðið þannig að svarti skjárinn sökk ofan í jörðina og lét sig falla örmagna í stólinn sinn og faldi hendurnar í greipum sér.  Með naumindum hafði honum tekist að koma í veg fyrir stórslys.  En nú yrði hann að stoppa Cre-Tes í að gera hvað það sem hann ætlaði sér.  Hann ætlaði aldrei að láta neitt í líkingu við fórn Evítu eiga sér stað aftur.

 

,,Með þessu móti hefðirðu heldur ekki getað orðið hetja, Phílíus.”

Nightmare hrekkur til nútímans þegar hann heyrir Sydney segja þessi orð og spyr:,,Hetja, hvað áttu við Sydney?”

,,Heldurðu, að ég hafi ekki vitað hvað þú hafðir í hyggju,”  segir Sydney án þess að taka augun af Phílí sem kviknar undan borandi augnaráði hans og sekkur niður í faðm föður síns.

,,Hetja?”  Pabbi Phílís losar Phílí loks úr faðmlagi sínu, setur hendur á axlir hans, lyftir upp höku hans svo þeir horfist í augu og spyr ísköldum rómi:,,Hvað á hann við Phílíus?”

,,Umm…ég…”  Skyndilega fær Phílí mikinn áhuga á því að dást að gólfflísunum.

Hvað ætlaði Phílí að gera með líkama minn?  Ekki misnotaði ég hans.  Ég hefði getað eyðilagt samband hans við Línu, styrkt samband hans við Sóphíu, eyðilagt Óvini Decre og jafnvel komist að helstu leyndarmálum hans.  En gerði ég eitthvað af þessu?  Nei, ég flýtti mér til þess að bjarga honum.  En hlýt ég einhverjar þakkir fyrir?  Ó,nei aldeilis ekki….en þetta er líka betra svona.  Þessi gríma er betri en…

,,Þú ætlaðir að gera byltingu, er það ekki Phílíus?”  Spyr Sydney með ísköldum rómi í stíl við pabba Phílíusar og raddblæ sem að Nightmare hefði svarið að væri eins og hans eigin.

,,Bylt..ingu?  Er hann að segja satt Phílíus!?”  Þrumar pabbi hans þannig að svart hárið á honum feykist til.  Enginn af hinum fullorðnum höfðu beðið hann um að breyta tortímandahárinu í ljósi þess sem hann gekk í gegnum.  Hann hafði ekki einu sinni fengið tækifæri til þess að skipta úr skærgrænu náttfötunum, en hvað sem það var sem pabbi Phílíusar hafði sagt við hann áðan hafði snarvirkað þar sem Phílí var hættur að væla út af fötunum.  Bíddu..hvað sagðist Phílí ætla að gera…byl..?

,,Byltingu!”  Orðin tóku lengri tíma til að komast að í gegnum örþreytta huga Nightmare.  ,,Ertu snarvitlaus drengur!  Þú hefðir verið tekinn af lífi fyrir það!”  Nightmare varð að viðurkenna að honum hafði þótt það frekar óeðlilegt að vera svona lengi í herbergi með Phílíusi án þess að skamma hann fyrir eitthvað.  Enda kunni hann ekki við að skamma hann í líkama sínum, það var eitthvað svo rangt við það að hella úr skálum reiði sinnar við sig sjálfan, ef svo mætti að orði komast.  Nightmare nuddar gagnaugun af pirringi.  Grr…Sunrise fær það borgað fyrir að fíflast með svona lagað…!?

,,Hefirðu ekki viljað það…sjá mig tekinn af lífi?”  Spyr Phílí með þvílíkum kulda í rómnum að ef Nightmare vissi ekki betur, héldi hann að væri enn að nota raddblæinn hans.

,,Nei!  Hvernig dettur þér það í hug!?  Ég…”  Nightmare stoppar áður en hann úthellir sönnum tilfinningum sínum á borð fyrir alla til að sjá.

Phílí starir á Nightmare eins og hann hafi sagt ætla að gefa honum örlítinn hluta af Createís sem hann er með í fórum sínum.  Með grunsemdaraugum en á sama tíma er að finna von í ljósbláum augum hans.  Pabbi Phílís blikkar augunum ótt og títt eins og einhver hafi lýst með vasaljósi upp í þau og nuddar þau ákaft.  Sydney horfir svipbrigðalaus á þetta allt saman en Nightmare sér þó glitta í eilitla broshrukku við munninn á honum sem er varla sjáanleg en er þarna.

Nei, Nightmare ætlaði aldrei að sýna Sunrise að hann geti sýnt væntumþykju.  Ekki þegar að Sunrise gerir ekkert annað en að taka þá sem honum þykir vænt um…burt.

,,Eiginkona mín var tekin af lífi fyrir að mótmæla.  Ég þarf á þér að halda.”  Ég gaf besta vini mínum loforð um að vernda ykkur.

Phílí lyftir brúnum þegar gamli Nightmare svarar með svo stuttarlegu svari.

,,Einmitt það,”  segir Phílí sneyptum rómi, eins og hann ætti von á einhverju öðru.

En það er frekar erfitt þegar að þú stefnir í hverja hættuna af fætur annarri!  Hvað ef Sydney hefði ekki tengt raflost við æðstu tortímendanna takkann?  Þeir hefðu getað drepið þig fyrir að þykjast vera ég eða þeir orðið stjórnlausir á einhvern hátt!  Ekkert af þessu segir Nightmare upphátt.  Hann er feginn því að þurfa ekki að mæta til kennslu með allar tilfinningar sínar í rugli.  Hann veit varla hver hann er lengur.

,,Þið megið fara…” Nightmare snýr baki í fegðana og furðar sig á því af hverju þeir eru ekki löngu farnir.  Voru þeir virkilega bíða eftir að fá leyfi frá honum?  Hann hefði haldið að þeir myndu drífa sig út um leið og Phílí væri orðinn alheilbrigður.  Ef þeir væru löngu farnir hefði hann getað haft hemil á tilfinningum sínum.  Það var það minnsta sem hann gat gert eftir alla þjálfunina í æsku til þess að verða æðsti skapari.  Reddý var meira segja drepinn fyrir það…

Nightmare heyrir fótatak þeirra fjarlægast en allt of fljótt heyrir hann það hætta.  Hann snýr sér við og sér hvernig Phílí horfir á hann með döprum hvolpsaugum.  Þessu átti Nightmare engan veginn von á.  Hvað vill hann meira!?  Á ég að gefa honum Createís?  Það var ekki mér að kenna að þetta gerðist, heldur fíflinu Sunrise!  Ég…

,,Takk.”  Phílí hneygir sig örsnöggt fyrir Nightmare sem missir kjálkann næstum niðri í jörðina við þetta eina litla orð.  Takk…fyrir hvað er hann að segja takk…?

,,Takk fyrir að taka innsiglið af mér,”  Phílí brosir út að eyrum og hristir úlnliðina, eins og Nightmare vissi ekki hvaða innsigli hann ætti við.

Nightmare lokar munninum með hvelli:,,Umm…það var lítið…býst ég við.  En það var ekki ég sem gerði það heldur…Sunrise…ég þrábað hann reyndar en…” Hvað er að mér?  Af hverju stama ég eins og ástfanginn skóladrengur!  Ég er einn af æðsta valdinu í guðsins nafni!  Og þetta er Phílíus.  Þó hann líti út eins og afi sinn á unga aldri, mínus reyndar svarta hárið, þá er þetta ekki hann!  Ég mun aldrei fá hann til baka, ekki frekar en elsku Tammý mína né Reddý.

,,Hyp..jaðu þig héðan út..” segir Nightmare en nær ekki að setja neina tilfinningu á bak við það, svo það hljómar eins og hálfgert hvæs.  Eins og hjá ketti sem vill ekki láta klappa sér eftir að hafa verið duglegur að borða matinn sinn.

Sydney flissar að honum og Nightmare gefur frá sér hærra hvæs.

Pabbi Phílís kallar á hann fram úr ganginum:,,Komdu Phílíus.  Frívikan er byrjuð hjá þér.  Það kallar á createsís.”

Brúnin lyftist á Phílí við að heyra það sem hleypur eins hvolpur eftir ganginum.  Nightmare stendur sem beinfrosin á sínum stað eftir hurðin lokast með miklum skelli að baki feðganna.

Þetta hafði vissulega verið undarlegur dagur.

 

Endir á FF.

 

 

 

Færðu inn athugasemd