Freaky Friday III af IV

Fyrri hluti

Annar hluti

Freaky Friday Part III

43141-phi25cc2581li25cc2581

 

Handleggirnir hans voru dofnir og hann klæjaði í andlitið.  Hann reisti sig við og blikkaði þungu augnlokunum.  Lófarnir þreifuðu á hröðu og köldu yfirborðinu.  Hvað í?  Hafði hann sofnaði við skrifborðið?  Nei, þetta var ekki skrifborðið hans en hvar var hann þá?  Það síðasta sem Phílí mundi var að hann hafði látið sig falla í rúmið eftir að hafa sloppið með hársbreidd frá því að vera handtekinn fyrir að hafa kveikt í trénu hans Tea.  En hann mundi ekkert eftir af hverju hann hafði gert það og það sem verra var, var sársaukinn sem fylgdi í kjölfarið í ísköldu höndum hans.

Huh?  Hann lyfti lófunum upp.  Hendurnar voru ekki lengur ískaldar og það var smá saman að færast tilfinning í þær eftir að hann hafði losað þær úr takinu á hvor annarri.  Sjónin hans var dapari en venjulega eða var bara svona dimmt þarna inni?  Hendurnar voru óvenju hrjúfar.  Hefðu þær í staðinn orðið skorpnar heldur en vera kaldar og tilfinningalausar?  Hvað gerði Cre-Tes eiginlega við hann?  Hann fann fyrir rákunum í höndunum sem minnstu á árhringi í trjám.  Hann kippti í húðina sem lafði niður eins og klæði á herðatré.  Hann hryllti sig og að öðru sinni velti hann fyrir sér hvað gekk að frænda hans.  Að vísu hafði frændi hans sagt að hann vildi alls ekki að notaði óhreinu kraftana en var ekki fullt langt gengið að breyta höndunum hans í gamals manns hendur?

Phílí kipptist við þegar honum fannst hann bera kennsl á þessar trjágreinahendur.  Hann hefði þekkt þær hvar sem er og þrátt fyrir að birtan væri nánast engin hvar sem hann var niðurkomin, þá bar Phílí undir eins kennsl á þær.  Hvað er ég að gera með hendur Nightmare!?

Hann hristi höfuðið.  Nei, auðvitað átti hann við af hverju hann væri með hendur eins og Nightmare.  Af hverju ætti hann að vera með hendur Nightmare?  Það gekk engan veginn upp.  Hann kinkaði kolli og ýtti sér frá borðinu.  Borðinu?  Já, hvað borð er þetta?  Það pirraði Phílí að hann skyldi sjá alllt svona dökkt og það var líka einhver ertingur í augnkrókunum eins og væri með sand í þeim.  Phílí mundi að Sydney talaði um að sjónin gæti breyst við ofnotkun krafta.  Var það eitthvað svipað í gangi hér?  Phílí nuddaði augun klaufalega með trjágreina höndunum og rak í rogastans við að finna fyrir svipuðum árhringjum á andlitinu og voru á höndunum.  Þó að vísu væru þeir ekki jafn djúpir og myndu meira á öldugang en hringi við nánari skoðun.  Við enn nánari skoðun komst Phílí að því að hann væri með skegg en þar sem Phílí hafði verið svo rosalega upptekin af höndunum hafði hann tekið eftir því fyrr.  Hann hendist upp og fór að ofanda eins og hann væri í martröð.  Hvað var eiginlega í gangi?  Hvað brandari er þetta!?

Hann studdist við langborðið sem hann þekkti allt of vel þrátt fyrir fáar heimsóknir í hásætissalinn.  Var þetta einhver tilraun hjá Sydey sem fór hræðilega úrskeiðis?  Phílí gerði því það eina sem honum datt í hug að gæti mögulega hjálpað honum úr þessari martraðakenndu stöðu.

,,Sydney!  Sydney!  SYDNEY!”  Hrópaði hann rámri röddu og þó hann hafði enga hugmynd um hvort að Sydney væri nálægt eða ekki, var hann svo frávita af hræðslu að hann gat ekki hugsað skýrt.  Hann vonaði heitt og innilega að Sydney myndi heyra bænarróminn.  Kannski að þeir bræðurnir væru með einhvern samskiptamáta til að nota í svona neyðarlegum aðstæðum?  Phílí hafði ekki hugmynd um það og hélt því áfram að hrópa þar sem hann reif í stutt snjóhvítt hár Nightmare.  Gerðu það komdu…gerðu það komdu!

,,SYDNEEEYYYYY!!!!”

 

,,Varstukalla?”

Phílí hrópaði upp af gleði þegar hann sá Sydney skyndilega standa fyrir framan langborðið eins og hann hefði alltaf verið þarna.  Hann rauk um mittið á Sydney sem tók andköf og horfði með ljósrauðum undrunaraugum á hvernig einn af æðsta valdi heimsins hélt utan um hann, eins og hann væri foráðamaður hans en ekki litli bróðir.

,,Sydney, þú verður að hjálpa mér…”  muldraði Phílí í skyrtuna hans Sydney.

,,Hvað er að Sylvi?  Fékkstu martröð?”  Sydney klappaði á bakið á honum.

Martröð?  Skyndilega rann upp fyrir Phílí ljós að hann hegðaði sér eins og mesti smákrakki undir þessum kringumstæðum.  Þvert á móti ætti hann að nota þetta sjaldgæfa tækifæri.  Sérstaklega í ljósi þess að Sydney hafði greinilega enga hugmynd um það sem var raunverulega í gangi.

,,Var þetta draumurinn aftur um Tammý?  Eða kannski Reddý?”

,,Huh…?”  Phílí leit upp á Sydney en fannst skyndilega eins og þær mættu ekki ná augnasambandi annars kæmist allt upp og leit strax aftur niður.  Fær sjálfur Nightmare virkilega martraðir?  Martaðir eins og lítill krakki.  Hah, ég verð að nýta mér þetta.  Glottið hans Phílís færðist yfir aldrað andlit Nightmare.

Phílí ræksti sig og færði sig burt frá Sydney.  Hann sléttaði kyrtilinn og sagði:,,Umm já…afsakaðu þetta Cre-Tter.”  Phílí mundi skyndilega að hann heyrði Nightmare afar sjaldan nota upprunalega nafn Sydneys og sá út undan sér hvernig Sydney virtist hvort tveggja slaka á við það en einnig verða svolítið dapur ef marka mátti augnsvipinn hans.

,,Er þá…allt í lagi núna?”  Spurði Sydney varfærnislegri röddu að baki Phílís.

Phílí átti bágt með halda inni hlátrinum af tilhugsuninni um að Nightmare legði það í vana sinn að hlaupa um háls bróður síns þegar hann fékk martaðir.  Allavega virtist Sydney ekki það brugðið við hegðun hans og Phílí gat alltaf seinna meir sagt hver hann væri í raun og veru.  En það sem hann mátti fyrir alla muni ekki gera var að láta þetta tækifæri renna sér úr greipum.  Þetta gæti orðið fyrirtaks innblástur fyrir Óvini Decre, besti hrekkur sögunnar eða jafnvel…

Phílí kólnaði allur upp.  Hann fékk eina brjáluðustu hugdettu sem hann hafði nokkru sinni fengið á sinni stuttu ævi (þó að hans mati hafði hann alveg lifað nógu lengi og væri alls enginn krakki) en þær höfðu verið ansi margar.

,,Ég gæti orðið…hetja…”  tuldraði hann út um annað munnvikið.

,,Huh, varstu að segja eitthvað Sylvi?”

Í eitt augnablik hafði Phílí gleymt því að Sydney væri þarna viðstaddur og náði að halda stillingu sinni og hrópa ekki upp fyrir sig eins og smástelpa.  Hann sneri sér pollrólegur að Sydney, alveg eins og hann hefði ímyndað sér að Nightmare myndi gera í svona stöðu og sagði:,,Nei, bróðir sæll.  Alls ekki neitt.  Ef þú vildir hafa mig afsakaðann þá þarf ég að sinna mikilvægum hlutum.”  Hann bandaði aldraðri hendinni að Sydney sem virtist stórlétta fyrir eðlilegu hegðun bróður síns eða það hélt Phílí.  Honum til mikillar undrunnar hvarf dapri augnsvipurinn hans Sydney og það gætti tortryggni í ljósrauðum augum hans.

 

,,Allt í lagi…ef þú ert viss..”

 

Phílí passaði sig á anda ekki léttar þegar hann heyrði þessi orð koma eftir heila eilífið frá munn Sydneys.

,,Þú kallar þá bara ef þig vantar eitthvað.”  Sydney snerist á hæli og tók stefnuna að útgönguleiðinni sem lá að alheimshöfuðstöðvunum.

Phílí þurfti að bíta í tunguna á sér frá því að hrópa ekki til hans að stoppa og uppljóstra um allt.  Honum leið hreint ekki vel að vera í þessu ásigkomulagi og hvað leið öllum stórkallastælunum langaði hann bara til þess að fara heim og endurheimta sitt daglega líf.  Að vísu hafði lífið hans sína galla, sérstaklega hvað viðkom honum Cre-Tesi sem hafði einhver hluta vegna svo illan bifur á honum að hann hafði fangað hann í líkama Nightmare (en Phílí var þessi fullviss að þar sem Sydney kannaðist ekkert við þetta þá bæri Credesarfíflið alla sökina) þá var það líf margfalt betra en þessi óvissa.  Þetta óöryggi og þó að hann væri vanur að lifa í lygi vegna Óvini Decre og draumsins um að ganga til liðs við byltinguna í ljósi þess að hann var hreinsari, var sú lygi ekkert miðað við það að fá ekki að vera hann sjálfur.

Þrátt fyrir alla efasemdaraddirnar sem hrópuðu að honum að stoppa Sydney, að það sem hann ætlaði að gera myndi hafa afdrifaríkar afleiðingar, þá hvarf Sydney sjónum hans og þar með vonin um að geta horfið til síns venjulega lífs.

Nei, nú þýddi ekkert annað en að vera karlmaður og takast á við skyldur sínar.  Hann ætlaði að breyta heiminum, sama hvað það kostaði sama hverju hann þyrft að fórna.  Jafnvel þótt að það þýddi að hann fengi aldrei að sjá fjölskyldu sína aftur…né Línu.

Lína!  Phílí hoppaði í hálfhring frá borðinu sem hann hafði ætlaði að snúa til þegar hann minntist hennar.  Hvað ef…og það var að hans mati eitt hræðilegasta hvað ef sem hugsast gat, ef Nightmare hafði tekið bólfestu í líkama hans og myndi gera allt sem í hans valdi stóð til þess að eyðileggja hið nýmyndaða samband við Línu.  Því að hvar gat Nightmare verið annars staðar en í líkama hans?  Þetta var sígilt dæmi um sálnaflakk nema í stað þess að sálin hyrfi úr öðrum líkama og færi í annann, skiptu tvær sálir um líkama þannig að ekki myndaðist neitt tóm í millibilinu.  Phílí mundi eftir að hafa lesið sögur um slíkt sálnaflakk en hafði ekki hugmynd um að það væri gerlegt.  Sydney hafði allavega haldið því fram að það væri mjög erfitt ferli og jafnvel eitthvað sem hinn mikli Síta myndi eiga í erfiðleikum með.

En hvað ef Cre-Tes hefði gert þetta til þess að eyðileggja fyrir þeim báðum?  Phílí vissi fyrir víst að Nightmare og Cre-Tes kom ekkert alltof vel saman, ekki frekar en þeim frændunum.  En hvað gat Cre-Tes viljað með því?  Hann er ekki í neinum byltingarhug eins og Phílí…nema að hann ætli í raun að kála Nightmare á meðan Phílí er í líkama hans og taka þar með yfir æðsta skaparanna?  Þar sem Phílí kann ekkert á kraftana hans Nightmare og væri þar með algerlega varnarlaus (þó að Phílí væri alveg jafn varnarlaus í eigin líkama en hann myndi aldrei segja það upphátt) og einnig drepa Nightmare í líkama Phílís sem væri álíka varnarlaus.  Þetta væri hinn fullkomni glæpur…þannig séð.  Cre-Tes yrði allavega að láta það líta út fyrir að vera slys að þeir tveir hefðu dáið.

Auðvitað nú gekk þetta allt saman upp.  Credesarfíflið var að sjálfsögðu með puttanna í þessu eins og alltaf.

Phílí kinkaði kolli fullviss á svipinn sem er ekki svipur sem hann myndi vilja sjá á alvöru Nightmare.  En hann skyldi sko stoppa áætlun Cre-Tesar.  Hann ætlaði að gera byltinguna áður.  Já, hann skyldi svo sannarlega breyta heiminum.  Sama hverju hann þyrfti að fórna.

Phílí barði með hnefanum í langborðið með miklum grimmdarsvip.  Hafði hann virkilega heyrt plomb hljóð eða eitthvað slíkt?  Phílí leit í áttina þar sem hljóðið hafði borist og sá að rauður takki sem öskraði á hann (ekki bókstaflega samt) að ýta alls ekki á sig hafði birst.

Phílí, sem hafði aldrei séð þennan takka áður fór jafn hægt að honum og hann væri að nálgast villidýr.  Ætli þetta sé leynivopn æðstu skaparanna?  Eitthvað sem ég gæti notað gegn Credesarfíflinu?  Phílí leið eins og hann hefði séð Createísinn hrapa af himnum ofan ásamt hríðskotabyssu.  Phílí réð sig varla fyrir æsingi og fingurgómurinn hans var á hraðferð að takkanum í sömu mund að gullhurðin hrópaði:,,PHÍLÍPUS RÍS FÍL…EEEH CONCEQUENSES HEIMTAR AÐ FÁ AÐ KOMAST INN ÁSAMT PHÍLÍUSI RÍS FÍL!  HANN SEGIST HAFA HANDSAMAÐ SVARTA ELD!”

En Phílí heyrði ekkert né sjá neitt annað en þennan forboðna takkann og hrjúfótti fingurgómurinn hans var í seilingarfjarlægð frá rauða slétta yfirborðinu.   Phílí, sem vissi varla hvort hann væri staddur í draumi eða veruleika, var sama um allt annað í kringum sig nema þennan takka.  Hann og takkinn voru eitt.

 

Framhald síðar- í lokahluta FF.

Færðu inn athugasemd