Freaky Friday III af IV

Fyrri hluti

Annar hluti

Freaky Friday Part III

43141-phi25cc2581li25cc2581f8451-nightmare2 

Handleggirnir hans voru dofnir og hann klæjaði í andlitið.  Hann reisti sig við og blikkaði þungu augnlokunum.  Lófarnir þreifuðu á hröðu og köldu yfirborðinu.  Hvað í?  Hafði hann sofnaði við skrifborðið?  Nei, þetta var ekki skrifborðið hans en hvar var hann þá?  Það síðasta sem Phílí mundi var að hann hafði látið sig falla í rúmið eftir að hafa sloppið með hársbreidd frá því að vera handtekinn fyrir að hafa kveikt í trénu hans Tea.  En hann mundi ekkert eftir af hverju hann hafði gert það og það sem verra var, var sársaukinn sem fylgdi í kjölfarið í ísköldu höndum hans.

Huh?  Hann lyfti lófunum upp.  Hendurnar voru ekki lengur ískaldar og það var smá saman að færast tilfinning í þær eftir að hann hafði losað þær úr takinu á hvor annarri.  Sjónin hans var dapari en venjulega eða var bara svona dimmt þarna inni?  Hendurnar voru óvenju hrjúfar.  Hefðu þær í staðinn orðið skorpnar heldur en vera kaldar og tilfinningalausar?  Hvað gerði Cre-Tes eiginlega við hann?  Hann fann fyrir rákunum í höndunum sem minntu á árhringi í trjám.  Hann kippti í húðina sem lafði niður eins og klæði á herðatré.  Hann hryllti sig og að öðru sinni velti hann fyrir sér hvað gekk að frænda hans.  Að vísu hafði frændi hans sagt að hann vildi alls ekki að notaði óhreinu kraftana en var ekki fullt langt gengið að breyta höndunum hans í gamals manns hendur?

Phílí kipptist við þegar honum fannst hann bera kennsl á þessar trjágreinahendur.  Hann hefði þekkt þær hvar sem er og þrátt fyrir að birtan væri nánast engin hvar sem hann var niðurkomin, þá bar Phílí undir eins kennsl á þær.  Hvað er ég að gera með hendur Nightmare!?

Hann hristi höfuðið.  Nei, auðvitað átti hann við af hverju hann væri með hendur eins og Nightmare.  Af hverju ætti hann að vera með hendur Nightmare?  Það gekk engan veginn upp.  Hann kinkaði kolli og ýtti sér frá borðinu.  Borðinu?  Já, hvað borð er þetta?  Það pirraði Phílí að hann skyldi sjá alllt svona dökkt og það var líka einhver ertingur í augnkrókunum eins og væri með sand í þeim.  Phílí mundi að Sydney talaði um að sjónin gæti breyst við ofnotkun krafta.  Var það eitthvað svipað í gangi hér?  Phílí nuddaði augun klaufalega með trjágreina höndunum og rak í rogastans við að finna fyrir svipuðum árhringjum á andlitinu og voru á höndunum.  Þó að vísu væru þeir ekki jafn djúpir og myndu meira á öldugang en hringi við nánari skoðun.  Við enn nánari skoðun komst Phílí að því að hann væri með skegg en þar sem Phílí hafði verið svo rosalega upptekin af höndunum hafði hann tekið eftir því fyrr.  Hann hendist upp og fór að ofanda eins og hann væri í martröð.  Hvað var eiginlega í gangi?  Hvað brandari er þetta!?

Hann studdist við langborðið sem hann þekkti allt of vel þrátt fyrir fáar heimsóknir í hásætissalinn.  Var þetta einhver tilraun hjá Sydey sem fór hræðilega úrskeiðis?  Phílí gerði því það eina sem honum datt í hug að gæti mögulega hjálpað honum úr þessari martraðakenndu stöðu.

,,Sydney!  Sydney!  SYDNEY!”  Hrópaði hann rámri röddu og þó hann hafði enga hugmynd um hvort að Sydney væri nálægt eða ekki, var hann svo frávita af hræðslu að hann gat ekki hugsað skýrt.  Hann vonaði heitt og innilega að Sydney myndi heyra bænarróminn.  Kannski að þeir bræðurnir væru með einhvern samskiptamáta til að nota í svona neyðarlegum aðstæðum?  Phílí hafði ekki hugmynd um það og hélt því áfram að hrópa þar sem hann reif í stutt snjóhvítt hár Nightmare.  Gerðu það komdu…gerðu það komdu!

,,SYDNEEEYYYYY!!!!”

 

,,Varstukalla?”

Phílí hrópaði upp af gleði þegar hann sá Sydney skyndilega standa fyrir framan langborðið eins og hann hefði alltaf verið þarna.  Hann rauk um mittið á Sydney sem tók andköf og horfði með ljósrauðum undrunaraugum á hvernig einn af æðsta valdi heimsins hélt utan um hann, eins og hann væri foráðamaður hans en ekki litli bróðir.

,,Sydney, þú verður að hjálpa mér…”  muldraði Phílí í skyrtuna hans Sydney.

,,Hvað er að Sylvi?  Fékkstu martröð?”  Sydney klappaði á bakið á honum.

Martröð?  Skyndilega rann upp fyrir Phílí ljós að hann hegðaði sér eins og mesti smákrakki undir þessum kringumstæðum.  Þvert á móti ætti hann að nota þetta sjaldgæfa tækifæri.  Sérstaklega í ljósi þess að Sydney hafði greinilega enga hugmynd um það sem var raunverulega í gangi.

,,Var þetta draumurinn aftur um Tammý?  Eða kannski Reddý?”

,,Huh…?”  Phílí leit upp á Sydney en fannst skyndilega eins og þær mættu ekki ná augnasambandi annars kæmist allt upp og leit strax aftur niður.  Fær sjálfur Nightmare virkilega martraðir?  Martaðir eins og lítill krakki.  Hah, ég verð að nýta mér þetta.  Glottið hans Phílís færðist yfir aldrað andlit Nightmare.

Phílí ræksti sig og færði sig burt frá Sydney.  Hann sléttaði kyrtilinn og sagði:,,Umm já…afsakaðu þetta Cre-Tter.”  Phílí mundi skyndilega að hann heyrði Nightmare afar sjaldan nota upprunalega nafn Sydneys og sá út undan sér hvernig Sydney virtist hvort tveggja slaka á við það en einnig verða svolítið dapur ef marka mátti augnsvipinn hans.

,,Er þá…allt í lagi núna?”  Spurði Sydney varfærnislegri röddu að baki Phílís.

Phílí átti bágt með halda inni hlátrinum af tilhugsuninni um að Nightmare legði það í vana sinn að hlaupa um háls bróður síns þegar hann fékk martaðir.  Allavega virtist Sydney ekki það brugðið við hegðun hans og Phílí gat alltaf seinna meir sagt hver hann væri í raun og veru.  En það sem hann mátti fyrir alla muni ekki gera var að láta þetta tækifæri renna sér úr greipum.  Þetta gæti orðið fyrirtaks innblástur fyrir Óvini Decre, besti hrekkur sögunnar eða jafnvel…

Phílí kólnaði allur upp.  Hann fékk eina brjáluðustu hugdettu sem hann hafði nokkru sinni fengið á sinni stuttu ævi (þó að hans mati hafði hann alveg lifað nógu lengi og væri alls enginn krakki) en þær höfðu verið ansi margar.

,,Ég gæti orðið…hetja…”  tuldraði hann út um annað munnvikið.

,,Huh, varstu að segja eitthvað Sylvi?”

Í eitt augnablik hafði Phílí gleymt því að Sydney væri þarna viðstaddur og náði að halda stillingu sinni og hrópa ekki upp fyrir sig eins og smástelpa.  Hann sneri sér pollrólegur að Sydney, alveg eins og hann hefði ímyndað sér að Nightmare myndi gera í svona stöðu og sagði:,,Nei, bróðir sæll.  Alls ekki neitt.  Ef þú vildir hafa mig afsakaðann þá þarf ég að sinna mikilvægum hlutum.”  Hann bandaði aldraðri hendinni að Sydney sem virtist stórlétta fyrir eðlilegu hegðun bróður síns eða það hélt Phílí.  Honum til mikillar undrunnar hvarf dapri augnsvipurinn hans Sydney og það gætti tortryggni í ljósrauðum augum hans.

 

,,Allt í lagi…ef þú ert viss..”

 

Phílí passaði sig á anda ekki léttar þegar hann heyrði þessi orð koma eftir heila eilífið frá munn Sydneys.

,,Þú kallar þá bara ef þig vantar eitthvað.”  Sydney snerist á hæli og tók stefnuna að útgönguleiðinni sem lá að alheimshöfuðstöðvunum.

Phílí þurfti að bíta í tunguna á sér frá því að hrópa ekki til hans að stoppa og uppljóstra um allt.  Honum leið hreint ekki vel að vera í þessu ásigkomulagi og hvað leið öllum stórkallastælunum langaði hann bara til þess að fara heim og endurheimta sitt daglega líf.  Að vísu hafði lífið hans sína galla, sérstaklega hvað viðkom honum Cre-Tesi sem hafði einhver hluta vegna svo illan bifur á honum að hann hafði fangað hann í líkama Nightmare (en Phílí var þessi fullviss að þar sem Sydney kannaðist ekkert við þetta þá bæri Credesarfíflið alla sökina) þá var það líf margfalt betra en þessi óvissa.  Þetta óöryggi og þó að hann væri vanur að lifa í lygi vegna Óvini Decre og draumsins um að ganga til liðs við byltinguna í ljósi þess að hann var hreinsari, var sú lygi ekkert miðað við það að fá ekki að vera hann sjálfur.

Þrátt fyrir alla efasemdaraddirnar sem hrópuðu að honum að stoppa Sydney, að það sem hann ætlaði að gera myndi hafa afdrifaríkar afleiðingar, þá hvarf Sydney sjónum hans og þar með vonin um að geta horfið til síns venjulega lífs.

Nei, nú þýddi ekkert annað en að vera karlmaður og takast á við skyldur sínar.  Hann ætlaði að breyta heiminum, sama hvað það kostaði sama hverju hann þyrft að fórna.  Jafnvel þótt að það þýddi að hann fengi aldrei að sjá fjölskyldu sína aftur…né Línu.

Lína!  Phílí hoppaði í hálfhring frá borðinu sem hann hafði ætlaði að snúa til þegar hann minntist hennar.  Hvað ef…og það var að hans mati eitt hræðilegasta hvað ef sem hugsast gat, ef Nightmare hafði tekið bólfestu í líkama hans og myndi gera allt sem í hans valdi stóð til þess að eyðileggja hið nýmyndaða samband við Línu.  Því að hvar gat Nightmare verið annars staðar en í líkama hans?  Þetta var sígilt dæmi um sálnaflakk nema í stað þess að sálin hyrfi úr öðrum líkama og færi í annann, skiptu tvær sálir um líkama þannig að ekki myndaðist neitt tóm í millibilinu.  Phílí mundi eftir að hafa lesið sögur um slíkt sálnaflakk en hafði ekki hugmynd um að það væri gerlegt.  Sydney hafði allavega haldið því fram að það væri mjög erfitt ferli og jafnvel eitthvað sem hinn mikli Síta myndi eiga í erfiðleikum með.

En hvað ef Cre-Tes hefði gert þetta til þess að eyðileggja fyrir þeim báðum?  Phílí vissi fyrir víst að Nightmare og Cre-Tes kom ekkert alltof vel saman, ekki frekar en þeim frændunum.  En hvað gat Cre-Tes viljað með því?  Hann er ekki í neinum byltingarhug eins og Phílí…nema að hann ætli í raun að kála Nightmare á meðan Phílí er í líkama hans og taka þar með yfir æðsta skaparanna?  Þar sem Phílí kann ekkert á kraftana hans Nightmare og væri þar með algerlega varnarlaus (þó að Phílí væri alveg jafn varnarlaus í eigin líkama en hann myndi aldrei segja það upphátt) og einnig drepa Nightmare í líkama Phílís sem væri álíka varnarlaus.  Þetta væri hinn fullkomni glæpur…þannig séð.  Cre-Tes yrði allavega að láta það líta út fyrir að vera slys að þeir tveir hefðu dáið.

Auðvitað nú gekk þetta allt saman upp.  Credesarfíflið var að sjálfsögðu með puttanna í þessu eins og alltaf.

Phílí kinkaði kolli fullviss á svipinn sem er ekki svipur sem hann myndi vilja sjá á alvöru Nightmare.  En hann skyldi sko stoppa áætlun Cre-Tesar.  Hann ætlaði að gera byltinguna áður.  Já, hann skyldi svo sannarlega breyta heiminum.  Sama hverju hann þyrfti að fórna.

Phílí barði með hnefanum í langborðið með miklum grimmdarsvip.  Hafði hann virkilega heyrt plomb hljóð eða eitthvað slíkt?  Phílí leit í áttina þar sem hljóðið hafði borist og sá að rauður takki sem öskraði á hann (ekki bókstaflega samt) að ýta alls ekki á sig hafði birst.

Phílí, sem hafði aldrei séð þennan takka áður fór jafn hægt að honum og hann væri að nálgast villidýr.  Ætli þetta sé leynivopn æðstu skaparanna?  Eitthvað sem ég gæti notað gegn Credesarfíflinu?  Phílí leið eins og hann hefði séð Createísinn hrapa af himnum ofan ásamt hríðskotabyssu.  Phílí réð sig varla fyrir æsingi og fingurgómurinn hans var á hraðferð að takkanum í sömu mund að gullhurðin hrópaði:,,PHÍLÍPUS RÍS FÍL…EEEH CONCEQUENSES HEIMTAR AÐ FÁ AÐ KOMAST INN ÁSAMT PHÍLÍUSI RÍS FÍL!  HANN SEGIST HAFA HANDSAMAÐ SVARTA ELD!”

En Phílí heyrði ekkert né sjá neitt annað en þennan forboðna takkann og hrjúfótti fingurgómurinn hans var í seilingarfjarlægð frá rauða slétta yfirborðinu.   Phílí, sem vissi varla hvort hann væri staddur í draumi eða veruleika, var sama um allt annað í kringum sig nema þennan takka.  Hann og takkinn voru eitt.

Framhald næsta föstudag.  Lokahluti FF.

 

Framhald síðar- í lokahluta FF.

Freaky Friday II af IV

Fyrri hluti

II

 

,,Phílíus, hvaða fíflaskapur er þetta!  Komdu út á stundinni!”  Reiðin logar í silfurbláum augum pabba Phílíusar sem slokknar svo jafn hratt á og eldspýtu.  Nightmare dregur þá ályktun að það hljóti að vera vegna þess að hann er ekki vanur að sjá soninn sinn líkjast einna mest hræddri kanínu, þar sem hann skelfur allur frá hvirfli til ilja á skápabotninum og faðmar að sér rúmfötin.  Eða Nightmare vonar allavega að það sé sjaldgjæf sjón.

,,Hvað er að?  Varstu með martröð?”  Spyr pabbi Phílíusar með sama róminum og að hann væri að tala við lítið barn.

Martröð?  Ekki eins og þú heldur…nei.   Ef þú bara vissir…ég vona að þú komist aldrei að því…  Nightmare vogar sér ekki að líta í augun hans.  Hann hefur það á tilfinningunni að það eitt að þeir nái augnsambandi geri það verkum að Phílípus sjái beint í gegnum, því að eiga augun ekki að vera spegill sálarinnar?

,,Dreymdi þig blóðkálaskrýmsli?  Þú veist að þau eru ekki til.”  Heldur Phílípus áfram með smábarnaróminum.

Blóðkálaskrýmsli?  Nei, það eru víst til verri skrýmsli en það.  Dreymir Phílí ennþá blóðkálaskrýmslI?

Nightmare hristir höfuðið en þorir ekki að koma upp orði þar sem hann kreistir rúmfötin.

,,Hvað þá?  Hvað er eiginlega að?  Komdu út úr skápnum og segðu mér það.”

Eins og í leiðslu stendur Nightmare hægt upp af botninum og án þess að sleppa rúmfötunum gengur hann til Phílípusar sem stendur við hjónarúmið.  Nightmare mundi ekki eftir eins barnalegri hegðun hjá sér, síðan hann hafði verið neyddur til að eyða Reddý sínum, sex ára gamall.  Þá hafði hann líka falið sig inni í skáp.  Honum leið betur að hafa eitthvað til að halda utan um.  Það veitt honum öryggi.  En öryggi gegn hverju?  Það var langt síðan að Nightmare hafði liðið svona hjálparlausum, eins og hann gæti sér enga björg veitt.  Hvað ef Phílípus myndi ráðast á hann um leið og sannleikurinn kemur í ljós?  Í raun er það varla hvað ef, því að Phílípus myndi hiklaust stökkva á Nightmare fyrir að stofna syni hans í hættu en myndi hann gera það, þegar að Nightmare er í líkama sonar hans?  Myndi hann virkilega ráðast á Phílíus?  Hvað átti Nightmare að gera ef að það kæmi til átaka þeirra á milli?  Hann veit um gríðarlegu reiðina sem býr í Phílípusi, hann hefur orðið vitni að henni oftar en hann getur talið með talnagrind.  Varla gat Nightmare notað krafta Phílíusar á móti á honum?  Sömu kraftarnir og Katharíanna notaði til þess að drepa meiri hlutann af fjölskyldu sinni, þó að það hefði reyndar verið áætlað.  En hvað ef kraftarnir myndu fara úr böndum og Nightmare myndi í ógáti drepa Phílípus?  Það síðasta sem hann vill er að Phílí þurfi líka að bera þá hræðilegu byrði að vera morðingji, þó að það væri ekki nema sem Nightmare í líkama hans sem hefði gert það.  Nightmare ætlar að gera allt í sínu valdi til þess að koma í veg fyrir að einhvern annar þurfi að lifa þann hrylling.  Nei, fyrr myndi hann stökkva út um gluggann…

,,Phílíus…Phílíus?”

Nightmare hendist upp og er næstum búin að líta í augu Phílípusar en er fljótur að horfa á hendur hans sem benda honum á rúmfötin í fangi hans.

,,Viltu ekki setja rúmfötin á sinn stað?”

Þegar Nightmare hristir höfuðið, segir Phílípus:  Allt í lagi, þér líður kannski betur að hafa eitthvað sem mamma þín átti.”

Evíta…átti þetta?  Nightmare lítur betur á sængurfötin sem hann heldur utan um og sér hvernig grænu og rauðu blómin tengjast saman á stönglunum.  Hann klökknar upp.  Hefði ég vitað að Sunrise væri þegar búin að finna ,,lausn”  með Des.  Þá hefð ég aldrei fylgt áætlun Cre-Tesar eftir.  Þrátt fyrir Síestu… ég hefði aldrei..ég hefði aldrei…

,,Fyrirgefðu,”  muldrar Nightmare í sængina.

,,Ha, hvað sagðirðu Phílíus?”

,,Fyrirgefðu,”  Nightmare grípur með aumri hendinni í skyrtuerminina hans Phílípusar.  Hann myndi aldrei hafa gert þetta sem æðsta vald heimsins en gat beðið fyrirgefningar í þessum líkama án þess að eiga hættu á eyðileggja orðspor sitt.  Ég ætlaði að vernda Evítu…ég ætlaði að vernda Önnu.  Ég ætlaði að frelsa þær frá fórninni.  Ég ætlaði að gera það…ég veit um leið.  Cre-Tes gerði það til að bjarga Síestu….en ég var of hræddur.  Of hræddur um að enda eins og langafi minn…

Phílípus, sem auðsýnilega hefur ekki minnstu hugmynd um það sem er raunverulega í gangi, brosir dauft, leggur handlegginn yfir son sinn sem stífnar upp, dregur hann að sér og segir:,,Er það sem hefur verið að angra þig?  Ég er ekki lengur reiður við þig.  Þó ég skilji ekki af hverju þú kveiktir í trénu hans Tea.”

,,Ha!  Gerði han..ég það!?”  Nightmare lítur beint á Phílípus sem heldur undan um hann en beinir strax augnliti sínu á höndina sem heldur utan um vinstri öxlina hans.  Phílípus tók utan um mig…?   Það hefur ekki gerst síðan…síðan að pabbi hans dó.  Enginn hefur tekið utan um mig í mörg ár…nema kannski Sóphía.

,,Já, manstu ekki einu sinni eftir því?”

,,Nei…iii.”  Af hverju gerði Phílí það?

,,Credesarfíflið hefur greinilega heilaþvegið þig.  Hann setti þetta dawnítas innsigli á þig.”  Phílípus sleppir tökunum um axlir Nightmare og kreppir hnefann.

,,Innsigli!?”  Verknir í handleggjum Nightmare stigmanast við stækkun augasteina hans sem verða á stærð við diska.   Innsigli!  Er það þess vegna sem mér er svona illt í handleggjunum.  En það er stórhættulegt!  Hvað er Cre-Tes að hugsa!?  Bíddu, heilaþveginn?  Hvenær hitti Phílí Cre-Tes?

,,Manstu ekkert sem gerðist í gær?”

,,Neiii…”  Ég hef ekki hugmynd um hvernig ég endaði sem Phílíus.  Ætli Cre-Tes hafi eitthvað með það að gera?

,,Við verðum að fara strax til Credesarfíflsins og fá hann til að fjarlægja þetta innsigli.  Mér líst ekkert á að senda þig í skólann svona.  Þú getur ekki einu sinni umbreytt hárinu.”  Phílípus bendir á tortímandahárið og Nigthtmare beinir augunum upp að hárinu.  En stíftnar svo upp í stíl við hárbroddana og starir fram fyrir sig steinilostinn.

Skólann?  Phílíus….sem ég…ó,nei það á eftir að verða stórslys!

,,Nei, við verðum að drífa okkur í skólann!”  Hrópar Nightmare á eftir Phílípusi sem er á leið út úr herberginu.

,,Ha, ég hefði haldið þú myndir vilja stökkva á þetta tækifæri til þess að sleppa skólanum.”  Phílípus snýr sér að honum með steingráar upplyftar augabrýr.  Þó að augu þeirra mætist sér hann ekki í gegnum Nightmare eins og Nightmare hafði óttast en er jafnframt pirraður yfir því þar sem að það hefði gert það sem hann er að segja, miklu auðveldara.

,,Nei, þú skilur ekki!  Ég verð að stöðva hann!”  Nightmare veifar handleggjunum eins og hann sé að reyna takst á loft.

,,Hann, hvern?  Um hvern ertu að tala Phílíus?”

Já, ég er að tala um Phílíus en ég get ekki sagt honum það.  Hann mun aldrei trúa mér…nema það er reyndar eitt…  Nightmare rækir sig og reynir að gera sig eins og djúpraddaðann og hann getur með raddböndum Phílíusar.

,,Ég veit hvað gerðist fyrir þrjátíu árum síðan.”

,,Þrjá…tíu árum?  Um hvað ertu að tala Phílíus…? Varla stofndagshrekkinn…þú vissir þegar af honum…”  Phílípus er eitt spurningarmerki í framan.

,,Ég veit af hverju þú myrtir..”  Nightmare kemst ekki lengra því að allskyndilega hefur Phílípus gripið um munninn á honum.

,,Staðreyndin hverfur ekki þó þú reynir að þagga niðri í mér, Phílípus…” segir Nigthtmare með sama uppgerðar dimma rómnum um leið og Phílípus sleppir honum sem sest með plombi á rúmið.

Phílípus er einna líkastur rómverskri marmarastyttu þar sem hann setur á rúminu og segir titrandi rómi:,,Hvernig..hvernig geturðu vitað það?  Ég hef engum sagt þetta.  Anna vissi þetta reyndar þar sem sá eini sem veit þetta, sagði henni þetta víst…”  Hann kipptist til, stekkur upp og lítur það snöggt og djúpt í augun á Nightmare, eins og hann búist við einhver annar sé að fela sig inni í syni hans.  Nightmare langar einna mest til að hlaupa í felur þegar rauði liturinn sem hann sjálfur er svo þekktur fyrir, þekur allt í einu andlit Phílípusar en áður en hann fær tækifæri til þess að gera það, hefur Phílípus gripið traustataki um axlir hans og hann hrópar að honum með þvílíku hatri í rómnum:,,NIGHTMARE!  Hvað gerðiðu við son minn!?”  Hann hristir hann til eins og djúsfernu.

Tennurnar í Nightmare glamra sem rétt nær að koma út úr sér:,,Ég..ég..ég get get get út út út skýrt…” Vonandi en…sá var fljótur að sjá að þetta væri ég…

Phílípus hættir að hrista hann til, sleppir honum og snýr sér að honum með þvílíkri heift í augunum:,,Ég hefði mátt vita að það var einum of undarlegt að sonur minn skyldi ekki muna neitt og hegða sér svona.  Svo að þess vegna faldirðu þig í skápnum!”

,,Ef þú leyfðir mér að útskýra…”

,,Það er eins gott fyrir þig að þú hafir ekki látið eyða honum!”

,,Nei, að sjálfsögðu ekki!  Af hverju ætti ég að gera það!?”  Phílí er sem annað barnabarn mitt.   Ég myndi aldrei meiða hann…nema þegar hann á það skilið.  En annars aldrei!  Því vekur þetta innsigli hjá mér miklar áhyggjur…

,,Hvar er hann, Nightmare!”  Þrumar Phílípus þannig að hárið á Nightmare feykist til eins og í stormi.

,,Í skólanum…eða ég held það allavega.  Phílípus þú verður að losa son þinn við þetta innsigli undir eins.”

,,Ég veit það og þess vegna verð ég að finna hann og…”

,,Þvi lengur sem hann er undir því, þvi hættulegra.”

,,Hættulegra…ja hann gæti misst vitið eins og An..Katharíanna.”

,,Hann gæti misst lífið,” segir Nightmare eins og hann væri að telja upp innkaupalistann sinn og þögn fellur á í herberginu eins og hann hefði hent sprengju þangað inn.

Loksins finnur Phílípus aftur röddina og segir:,,Lífið…?”

,,Já, hver minuta sem fer til spillis…”

,,AF HVERJU SAGIRÐU ÞAÐ STRAX!?” Phílípus þrífur í handlegginn á Nightmare og dregur hann með sér út úr herberginu.

,,Eg vissi ekki að þetta væri innsigli hvað þá þetta…” segir Nightmare vælulegu rómi en leyfir Phílípus samt að draga sig áfram og láta þá báða hverfa inn í sinnepsgula móðu.

 

,,Veistu eitthvert hvert við eigum að stefna?” Spyr Nigthmare þegar þeir stíga út úr sinnepsgulu móðunni fyrir framan skaparaskólann.

Phílípus stendur ráðvilltur á maramaratröppunum:,,Nei…reyndar..reyndar ekki…hver veit hvað Phílíus gæti tekið til bragðs með líkama þinn?”  Hann hristir höfuðið.

,,Hásætissalinn,” segir Nightmare og tekur á rás upp stigapýramídann sem liggur að kúluhúsinu.

Phílípus hleypur á eftir honum  hrópandi:,,  Bíddu, hvernig getum við komist þangað inn!?  Æðstu skapararnir munu aldrei trúa okkur!!!?”  Hrópar hann eins og Nightmare væri ekki löngu búin að finna það út.

Nightmare andvarpar þar sem hann stendur frammi fyrir gullhurðinni:,,Stingu giftingarhringnum inn í raufina hérna.”  Hann bendir á hurðina og Phílípus gerir það hikandi eftir að Nightmare hastar á hann að drífa sig og hefur útskýrt að Rís Fíl hringinn sé hægt að nota í neyðartilfellum.

Nightmare heldur áfram þegar að gullhurðin opnast:,,Ég veit um ráð.  En við verðum að fórna einu leyndarmáli til þess.”

,,Leyndarmáli…ekki þó?”  Phílípus horfir á Nightmare biðjandi augum sem hristir höfuðið en þegar að léttirinn ætlar að taka yfir Phílípus, bætir hann við:,,Nei, ég er að tala um hver Svarti eldur er.”

Phílípus fer allur undan í flæmingi og horfir inn í svart tómið sem blasir við þeim, eftir að hurðin opnaðist:,,Ég….veit ekkert um hvað þú ert að tala…”

,,Heldurðu að virkilega að ég hafi ekki vitað það?”  Nightmare lyftir svörtum brúnum.

Phílípus strýkur yfir skallablettinn á milli steingráu háranna og forðast á líta á Nightmare, álíka skömmustulegur og hann hefði gleymt að læra heima:,,Ja…eg…þú gerðir aldrei neitt i þvi….fórst reyndar með herför gegn blöðunum en aldrei beint að honum…”  Hann snýr fingri í hring.

,,Að sjálfsögðu ekki.  Ég sá aldrei neina ástæðu til þess….ekki fyrr en hann fór að rugla sér og söguhetjunni sinni saman.”

,,Já, það er heldur verra…”  Phílípus hnykklar brýnnar og horfir rannsóknaraugum á Nigthmare með hönd undir kinn.

Nigthmare andvarpar álíka þreytulegur á svipinn eins og sá sem hefur enga hvíld fengið lengi og skyndilega er virkar Phílí jafngamall og Nightmare er.

Hann segir jafn hægt og hann væri að útskýra fyrir litlu barni:,,Ég er ekki hann að þykjast vera Nightmare.  Jafnvel hann myndi ekki leggjast svo lágt og ég er ekki það góður leikari.  Hann veit ekkert um þitt myrkasta leyndarmál þitt er það nokkuð?”

Phílípus hristir höfuðið:,,Nei…ég hef aldrei sagt honum það.  Anna var su eina sem vissi þetta en það var vegna þinnar vitneskju en ekki minnar.  Ég veit ekki hvernig hann myndi taka því og ég sé heldur enga ástæðu fyrir hann til þess að vita það….”  Hann slær vísifingursfingurgómunum saman.

,,Þá sér hann að hann þarf ekki að vera fullkominn eins og systir hans var.”

,,…Fullkominn?  Eg vil bara að hann sé öruggur….sem hann er ekki i augnablikinu…og hamingjusamur…sem hann er ekki…”

,,Ekkert okkar er það.”

,,Huh…ertu viss um áætlunina?”  Phílípus lítur inn tómið sem liggur inn í hásætissalinn en þrátt fyrir að hurðin sé opin eiga þeir ekki að komast þangað inn nema með gildri ástæðu, eitthvað sem telst neyðartilfelli og þarf ekki leyfi frá æðstu sköpurunum til þess að koma lengra.

,,Handviss.  Drífum okkur…”  Nightmare snýr sér að gullhurðinni sem stendur opin og tilkynnir ástæðu þeirra fyrir komu þeirra.

,,PHÍLÍPUS RÍS FÍL…EEEH CONCEQUENSES HEIMTAR AÐ FÁ AÐ KOMAST INN ÁSAMT PHÍLÍUSI RÍS FÍL!  HANN SEGIR HAFA HANDSAMAÐ SVARTA ELD!”  Hrópar gullhurðin og Nightmare og Phílípus hlaupa inn um leið og svarta tómið hverfur.

Framhald næsta föstudag.

Freaky Friday I hluti af IV

Varúð! Þessi saga var skrifuð sem áskorun á milli vina og ber ekki taka á neinn hátt alvarlega. Gott dæmi um það er titilinn hér fyrir neðan sem gat ekki ákveðið sig.

Vissulega koma þó fram hlutir sem tengjast persónunum en atburðurinn sjálfur gerðist aldrei, enda er sagan kölluð hvað ef.  Hefði ef til vill mögulega getað gerst í  2.bók.   Það er því vísað í margt sem kemur ekki fram fyrr en í þeirri bók en 2.bókin er ekki væntanleg fyrr en sumarið 2014.

Vona að þið getið haft eitthvað gaman þessu. 🙂  Gleðilegan föstudag!

This story has not been translated but will be soon.

Freaky Friday/ Furðulegur Föstudagur/Dawnis Dawn dagur

f8451-nightmare2

 

Hann fann fyrir stingandi verkjum i handleggnum en ólíkt náladofa, dreifðist verkurinn alla leið upp í höfuð.  Hafði hann sofið eina ferðina enn, sitjandi í stólnum sínum og notaði handleggina sem púða.  Nei, þetta voru allt öðruvísi verkir og hann fann fyrir mjúku undirlagi undir sér en ekki hörðu.  Hafði Sydney virkilega fært hann heim í rúm?  Hafði litli bróðir hans virkilega gengið svona langt?

Hann settist upp án þess að opna augun og nuddaði augun með höndunum, sem hann sárverkjaði í.  Hann varð að hætta að sofa svona á skrifborðinu.  Kannski var það rétt hjá Sydney að hann ætti ekki að vinna svona mikið.  En hafði hann annað en vinnuna til að dreifa huganum?  Til að dreifa huganum frá því sem hann vildi gleyma og því sem hann hafði fórnað til að komast á þennan stað?

Í því sem hann strauk fingri yfir kinnina, galopnaði hann augun þar sem ekki fann hann fyrir kitlinu á fingurgóminum sem fylgdi því að strjúka yfir skeggið.  Hann þreifaði á andlitinu og stökk af rúminu.  Snjóhvítu skeggbroddarnir voru með öllu horfnir og að mati Nightmare hefði hann allt eins getað verið nakinn, svo mikil var hneysan.

Enginn æðsti skaparinn hefur nokkru sinni látið sér það detta í hug að vera skegglaus.  Hann vissi ekki einu sinni að það væri hægt.  Að skeggið hlyti að vera eitthvað sem að væri áfast eftir að maður væri að gerður æðsta skapara.  Hafði Sydney virkilega rakað það allt af til þess að refsa honum fyrir að vinna svona yfir sig?  En Nightmare hafði aldrei vitað til þess að Sydney ætti það til að hrekkja hann.  Hann fór að vísu oft á bak við hann, sérstaklega þegar að kom að Línu sem hann leit á sem dóttur sína en á hinn bóginn upplýsir Sydney hann um allt sem viðkom Phílí.  Enda Phílí að hans mati eins og óþekkur frændi sem þurfti í sífellu að fylgjast með að væri ekki að brjóta allt og bramla og slasa sig í leiðinni.  Þrátt fyrir þá skoðun notaði Sydney Phílí hiklaust til að prófa uppfinningar sínar enda Phílí sá eini sem var viljugur til og Nightmare hefur gefið leyfi fyrir því, svo lengi sem að það væri ekki neitt lífshættulegt.  Nightmare vissi því ekki betur en að allt væri gott á milli þeirra bræðra þó að þeir væru alltaf ósammála um hvernig höndla eigi Línu Descre.  En það var Lína.  Allt sem viðkom Línu var flókið og umdeilt.   Þar á meðal tilvist hennar.  Hefði Nightmare vitað hvaða afleiðingar þetta myndi hafa seinna meir, hefði hann aldrei fallist á áætlun Cre-Tesar Rís Fíl.   En þrátt fyrir að Cre-Tes ætti það til að gera stórfurðulega hluti var hann heldur enginn hrekkjalómur.  Því var bara einn sem kom til greina hjá Nightmare að gæti tekið upp á svona nokkru og lifað í þeirri villu að hann myndi lifa það af…

 

,,Phílíus!  Ertu ekki enn farinn á fætur?”  Heyrðist hrópað frá neðri hæðinni.

Phílíus, hvað er hann að gera heima hjá mér?  Nei…hvað er pabbi hans að gera hérna?

Eftir að augnaráð Nightmare hafði lokið hraðri skoðun sinni um umhverfið sitt, saup hann hveljur og þrátt fyrir að hafa aldrei verið í þessu herbergi bar hann undir eins kennsl á það.  Nightmare leit út um gluggann og sá hvar tréð hans Tea stóð grafkyrrt fyrir framan.  Sá hvernig greinin sem var næst glugganum teygði sig í áttina að glugganum á annarri hæðinni á heimili Línu.  Til að kóróna allt voru dökkbláir herbergisveggirnir prýddir myndum úr Óvinum Decre.  Hvað er ég að gera í herbergi Phílíusar!?

,,Ég hélt að hefði sagt þér að ég myndi ekki lýða það ef þú kæmir of seint aftur.  Þú ert í nógum vandræðum yfir því sem gerðist í gær. Drífðu þig á fætur!”  Heyrðist kallað og ef marka mátti raddstyrkinn, stóð eigandi raddarinnar alveg við stigann.   Skór gengu á brott inn í herbergi sem Nightmare hélt að væri eldhúsið ef marka mátti hvernig glumdi í áhöldunum sem lögð voru á borð.

Að Nightmare læddist óþægilegur grunur.  Kvíðahnútur á stærð við steinvöllung myndaðist í maganum hans þegar hann renndi þvalri hendinni í gegnum hár sitt sem var óvenju mikið og dökkt..  Hann rak augun í húðflúrið á vinstri handleggnum.  Merkið hans..Des.  Hvaða sjúki brandari er þetta?  Nightmare lokaði augunum í uppgjöf.  Ég vona að mér skjátlist…ég vona að þetta sé ekki það sem ég held.

Með lokuð augun læddist Nightmare fram á gang, hélt niðri sér í andanum og þreifaði sig meðfram veggjunum, þar til hann greip um hurðarhún og fór inn í herbergið sem hann hélt að væri baðherbergið og lokaði á eftir sér.

Loks opnaði Nightmare augun.  Hann missti andlitið þegar hann sá að þetta var ekki baðherbergi heldur hjónaherbergið.  Nei!  Ég ætlaði ekki hingað inn!  Eins og það að hafa farið herbergjavillt væri ekki nóg til að Nightmare liði eins og hann væri innikróaður, missti hann andann við að líta í skápaspegilinn.

Þó að Nightmare gerði það ekki að venju sig að líta oft í spegil, þá vissi hann það fyrir víst að það var ekki eðilegt að sjá ljósblá augu í stað perluhvítra, svart hár í stað snjóhvíts eða það sem var að hans mati allra verst, fimmtán ára stráklíkamann klæddan í dökkgræn náttföt sem Nightmare gat svarið að Phílí þætti of barnaleg.  Einnig hataðist Phílí við dökkgrænan lit út af blóðkálinu og því olli það furðu Nightmare að hann skyldi vera svona til fara.   En þrátt fyrir þá skoðun á útganginum var það allra síðasta ástæðan þess að Nightmare reif af öllum krafti í svart hárið sitt og öskraði eins og hann ætti lífið að leysa:,,NEIIIIIIIIIIII!”

Hann var þó fljótur að átta sig á að þetta var hreint ekki besta leiðin til þess að láta lítið fyrir sér fara og öryggisverndarþjálfunin minnti hann á að best væri að hörfa og hugsa upp áætlun.   Nightmare heyrði hratt fótak frammi á ganginum og var snöggur að stinga sér inn í tréskápinn og loka á eftir sér.

,,Phílíus?”

Nightmare heyrði hvernig áhyggjufull rödd Phílípusar barst í gegnum viðinn.  Hann hélt niðri í sér andanum og hélt að sér fótunum.  Hann vissi að það var bara tímaspursmál hvenær Phílípus finndi felustaðinn en það síðasta sem hann vildi var að mæta honum óundirbúin.

Þó að allajafnan væri Nightmare ekki svona dauðhræddur við reiði Phílípusar, var hann alls ekki tilbúin að mæta reiði föðurs sem hefur misst soninn sinn.  Þó að það væri ekki nema tímabundið.

Hvar er Phílíus?  Ekki gerði hann þetta við mig?  Er þetta einhver hrekkur eða tilraun sem fór úrskeiðis…eða ekki gerði Sunrise þetta til þess að…vera Sunrise.  Eitt var þó víst og það var að Nightmare langaði ekkert sérlega til þess að reyna útskýra stöðu sína fyrir Phílípusi.  Hann mun aldrei trúa mér að ég eigi engan þátt í þessu.  Hann kennir mér um allt en hann hefur reyndar góðar forsendur fyrir því.  Nightmare vissi fyrir víst að hann yrði ekkert sérlega kátur ef að hann kæmist að því að Tea eða Sunrise hefði aðsetur í líkama sonar síns.  En hvar er Phílíus…?

Skápahúninum var snúið og skyndilega var titrandi húninn versti ótti Nightmare þar sem hjartað hans ólmaðist í brjósti Phílíusar Rís Fíl.  Ég er ekki tilbúinn!

 Framhald næsta föstudag

Hægt er að lesa meira hér um persónurnar (Nightmare Phílí og Lína)

Ný síða opnuð – Nýtt líf /New homepage – New life

Loksins er komin nýja heimasíðan fyrir Línu Descret.  Þessi síða er meira hugsuð til þess að vera ,,static“ en bloggsíða eins og sú gamla var, www.linadescret.blogspot.com.

Uppfært!  Mun halda áfram að birta fréttir og aukaefni.

Ætlaði að opna heimasíðuna í dag þar sem þrjár af mínum persónum (Lína, Phílí og Phílípus) eiga afmæli, 15. sunrise eða 15. ágúst í okkar tímatali.  Auk þess ætla ég að taka viðtal við þær allar út frá spurningum sem Proust lagði fyrir persónur sínar.  Á morgun hefst svo hvað ef framhaldssagan Freaky Friday eða Dawnis Dawndagur, í tilefni þess að það er föstudagur og verður hver hluti birtur á föstudegi.  Ég samdi hana á sínum tíma fyrir vinkonu mína en við skoruðum á hvor aðra að skrifa svona Freaky Friday sögu fyrir persónur okkar.  Hennar hluti var svo mikilvægur þáttur í cross-over sögunni sem við erum að gera saman en við stefnum að því að klára hana í nanó.

Auglýsing

Rough english translation:

I have finally opened a new homepage.  This page will be static and not a blog like my old one, www.linadescret.blogspot.com.

I had planned on opening the new homepage today since three of my characters have birthday the 15th sunrise or the 15th of Agust.   As well on opening the site I plan on writing a short interview for each of my characters and will be inspired by Prout’s questions.   Tomorrow will the what if story Freaky Friday or Dawnis Dawnday start, to celebrate it is Friday and will each of the four parts be published on Friday.  I wrote it a while back for my friend but we challenged each other to write a Freaky Friday story for our characters.  Her part of the bargain suddenly became important in the crossover story we are writing together and plan on finishing in nanowrimo.

I am currently working on translating more of the site into English.