Freaky Friday I hluti af IV

Varúð! Þessi saga var skrifuð sem áskorun á milli vina og ber ekki taka á neinn hátt alvarlega. Gott dæmi um það er titilinn hér fyrir neðan sem gat ekki ákveðið sig.

Vissulega koma þó fram hlutir sem tengjast persónunum en atburðurinn sjálfur gerðist aldrei, enda er sagan kölluð hvað ef.  Hefði ef til vill mögulega getað gerst í  2.bók.   Það er því vísað í margt sem kemur ekki fram fyrr en í þeirri bók en 2.bókin er ekki væntanleg fyrr en sumarið 2014.

Vona að þið getið haft eitthvað gaman þessu. 🙂  Gleðilegan föstudag!

This story has not been translated but will be soon.

Freaky Friday/ Furðulegur Föstudagur/Dawnis Dawn dagur

f8451-nightmare2

 

Hann fann fyrir stingandi verkjum i handleggnum en ólíkt náladofa, dreifðist verkurinn alla leið upp í höfuð.  Hafði hann sofið eina ferðina enn, sitjandi í stólnum sínum og notaði handleggina sem púða.  Nei, þetta voru allt öðruvísi verkir og hann fann fyrir mjúku undirlagi undir sér en ekki hörðu.  Hafði Sydney virkilega fært hann heim í rúm?  Hafði litli bróðir hans virkilega gengið svona langt?

Hann settist upp án þess að opna augun og nuddaði augun með höndunum, sem hann sárverkjaði í.  Hann varð að hætta að sofa svona á skrifborðinu.  Kannski var það rétt hjá Sydney að hann ætti ekki að vinna svona mikið.  En hafði hann annað en vinnuna til að dreifa huganum?  Til að dreifa huganum frá því sem hann vildi gleyma og því sem hann hafði fórnað til að komast á þennan stað?

Í því sem hann strauk fingri yfir kinnina, galopnaði hann augun þar sem ekki fann hann fyrir kitlinu á fingurgóminum sem fylgdi því að strjúka yfir skeggið.  Hann þreifaði á andlitinu og stökk af rúminu.  Snjóhvítu skeggbroddarnir voru með öllu horfnir og að mati Nightmare hefði hann allt eins getað verið nakinn, svo mikil var hneysan.

Enginn æðsti skaparinn hefur nokkru sinni látið sér það detta í hug að vera skegglaus.  Hann vissi ekki einu sinni að það væri hægt.  Að skeggið hlyti að vera eitthvað sem að væri áfast eftir að maður væri að gerður æðsta skapara.  Hafði Sydney virkilega rakað það allt af til þess að refsa honum fyrir að vinna svona yfir sig?  En Nightmare hafði aldrei vitað til þess að Sydney ætti það til að hrekkja hann.  Hann fór að vísu oft á bak við hann, sérstaklega þegar að kom að Línu sem hann leit á sem dóttur sína en á hinn bóginn upplýsir Sydney hann um allt sem viðkom Phílí.  Enda Phílí að hans mati eins og óþekkur frændi sem þurfti í sífellu að fylgjast með að væri ekki að brjóta allt og bramla og slasa sig í leiðinni.  Þrátt fyrir þá skoðun notaði Sydney Phílí hiklaust til að prófa uppfinningar sínar enda Phílí sá eini sem var viljugur til og Nightmare hefur gefið leyfi fyrir því, svo lengi sem að það væri ekki neitt lífshættulegt.  Nightmare vissi því ekki betur en að allt væri gott á milli þeirra bræðra þó að þeir væru alltaf ósammála um hvernig höndla eigi Línu Descre.  En það var Lína.  Allt sem viðkom Línu var flókið og umdeilt.   Þar á meðal tilvist hennar.  Hefði Nightmare vitað hvaða afleiðingar þetta myndi hafa seinna meir, hefði hann aldrei fallist á áætlun Cre-Tesar Rís Fíl.   En þrátt fyrir að Cre-Tes ætti það til að gera stórfurðulega hluti var hann heldur enginn hrekkjalómur.  Því var bara einn sem kom til greina hjá Nightmare að gæti tekið upp á svona nokkru og lifað í þeirri villu að hann myndi lifa það af…

 

,,Phílíus!  Ertu ekki enn farinn á fætur?”  Heyrðist hrópað frá neðri hæðinni.

Phílíus, hvað er hann að gera heima hjá mér?  Nei…hvað er pabbi hans að gera hérna?

Eftir að augnaráð Nightmare hafði lokið hraðri skoðun sinni um umhverfið sitt, saup hann hveljur og þrátt fyrir að hafa aldrei verið í þessu herbergi bar hann undir eins kennsl á það.  Nightmare leit út um gluggann og sá hvar tréð hans Tea stóð grafkyrrt fyrir framan.  Sá hvernig greinin sem var næst glugganum teygði sig í áttina að glugganum á annarri hæðinni á heimili Línu.  Til að kóróna allt voru dökkbláir herbergisveggirnir prýddir myndum úr Óvinum Decre.  Hvað er ég að gera í herbergi Phílíusar!?

,,Ég hélt að hefði sagt þér að ég myndi ekki lýða það ef þú kæmir of seint aftur.  Þú ert í nógum vandræðum yfir því sem gerðist í gær. Drífðu þig á fætur!”  Heyrðist kallað og ef marka mátti raddstyrkinn, stóð eigandi raddarinnar alveg við stigann.   Skór gengu á brott inn í herbergi sem Nightmare hélt að væri eldhúsið ef marka mátti hvernig glumdi í áhöldunum sem lögð voru á borð.

Að Nightmare læddist óþægilegur grunur.  Kvíðahnútur á stærð við steinvöllung myndaðist í maganum hans þegar hann renndi þvalri hendinni í gegnum hár sitt sem var óvenju mikið og dökkt..  Hann rak augun í húðflúrið á vinstri handleggnum.  Merkið hans..Des.  Hvaða sjúki brandari er þetta?  Nightmare lokaði augunum í uppgjöf.  Ég vona að mér skjátlist…ég vona að þetta sé ekki það sem ég held.

Með lokuð augun læddist Nightmare fram á gang, hélt niðri sér í andanum og þreifaði sig meðfram veggjunum, þar til hann greip um hurðarhún og fór inn í herbergið sem hann hélt að væri baðherbergið og lokaði á eftir sér.

Loks opnaði Nightmare augun.  Hann missti andlitið þegar hann sá að þetta var ekki baðherbergi heldur hjónaherbergið.  Nei!  Ég ætlaði ekki hingað inn!  Eins og það að hafa farið herbergjavillt væri ekki nóg til að Nightmare liði eins og hann væri innikróaður, missti hann andann við að líta í skápaspegilinn.

Þó að Nightmare gerði það ekki að venju sig að líta oft í spegil, þá vissi hann það fyrir víst að það var ekki eðilegt að sjá ljósblá augu í stað perluhvítra, svart hár í stað snjóhvíts eða það sem var að hans mati allra verst, fimmtán ára stráklíkamann klæddan í dökkgræn náttföt sem Nightmare gat svarið að Phílí þætti of barnaleg.  Einnig hataðist Phílí við dökkgrænan lit út af blóðkálinu og því olli það furðu Nightmare að hann skyldi vera svona til fara.   En þrátt fyrir þá skoðun á útganginum var það allra síðasta ástæðan þess að Nightmare reif af öllum krafti í svart hárið sitt og öskraði eins og hann ætti lífið að leysa:,,NEIIIIIIIIIIII!”

Hann var þó fljótur að átta sig á að þetta var hreint ekki besta leiðin til þess að láta lítið fyrir sér fara og öryggisverndarþjálfunin minnti hann á að best væri að hörfa og hugsa upp áætlun.   Nightmare heyrði hratt fótak frammi á ganginum og var snöggur að stinga sér inn í tréskápinn og loka á eftir sér.

,,Phílíus?”

Nightmare heyrði hvernig áhyggjufull rödd Phílípusar barst í gegnum viðinn.  Hann hélt niðri í sér andanum og hélt að sér fótunum.  Hann vissi að það var bara tímaspursmál hvenær Phílípus finndi felustaðinn en það síðasta sem hann vildi var að mæta honum óundirbúin.

Þó að allajafnan væri Nightmare ekki svona dauðhræddur við reiði Phílípusar, var hann alls ekki tilbúin að mæta reiði föðurs sem hefur misst soninn sinn.  Þó að það væri ekki nema tímabundið.

Hvar er Phílíus?  Ekki gerði hann þetta við mig?  Er þetta einhver hrekkur eða tilraun sem fór úrskeiðis…eða ekki gerði Sunrise þetta til þess að…vera Sunrise.  Eitt var þó víst og það var að Nightmare langaði ekkert sérlega til þess að reyna útskýra stöðu sína fyrir Phílípusi.  Hann mun aldrei trúa mér að ég eigi engan þátt í þessu.  Hann kennir mér um allt en hann hefur reyndar góðar forsendur fyrir því.  Nightmare vissi fyrir víst að hann yrði ekkert sérlega kátur ef að hann kæmist að því að Tea eða Sunrise hefði aðsetur í líkama sonar síns.  En hvar er Phílíus…?

Skápahúninum var snúið og skyndilega var titrandi húninn versti ótti Nightmare þar sem hjartað hans ólmaðist í brjósti Phílíusar Rís Fíl.  Ég er ekki tilbúinn!

 Framhald

Annar hluti

Þriðji hluti

Fjórði hluti (lokahlutinn)

Hægt er að lesa meira hér um persónurnar (Nightmare Phílí og Lína)

Færðu inn athugasemd