Freaky Friday II af IV

Fyrsti hluti

II

 ,,Phílíus, hvaða fíflaskapur er þetta!  Komdu út á stundinni!”  Reiðin logar í silfurbláum augum pabba Phílíusar sem slokknar svo jafn hratt á og eldspýtu.  Nightmare dregur þá ályktun að það hljóti að vera vegna þess að hann er ekki vanur að sjá soninn sinn líkjast einna mest hræddri kanínu, þar sem hann skelfur allur frá hvirfli til ilja á skápabotninum og faðmar að sér rúmfötin.  Eða Nightmare vonar allavega að það sé sjaldgjæf sjón.

,,Hvað er að?  Varstu með martröð?”  Spyr pabbi Phílíusar með sama róminum og að hann væri að tala við lítið barn.

Martröð?  Ekki eins og þú heldur…nei.   Ef þú bara vissir…ég vona að þú komist aldrei að því…  Nightmare vogar sér ekki að líta í augun hans.  Hann hefur það á tilfinningunni að það eitt að þeir nái augnsambandi geri það verkum að Phílípus sjái beint í gegnum, því að eiga augun ekki að vera spegill sálarinnar?

,,Dreymdi þig blóðkálaskrýmsli?  Þú veist að þau eru ekki til.”  Heldur Phílípus áfram með smábarnaróminum.

Blóðkálaskrýmsli?  Nei, það eru víst til verri skrýmsli en það.  Dreymir Phílí ennþá blóðkálaskrýmslI?

Nightmare hristir höfuðið en þorir ekki að koma upp orði þar sem hann kreistir rúmfötin.

,,Hvað þá?  Hvað er eiginlega að?  Komdu út úr skápnum og segðu mér það.”

Eins og í leiðslu stendur Nightmare hægt upp af botninum og án þess að sleppa rúmfötunum gengur hann til Phílípusar sem stendur við hjónarúmið.  Nightmare mundi ekki eftir eins barnalegri hegðun hjá sér, síðan hann hafði verið neyddur til að eyða Reddý sínum, sex ára gamall.  Þá hafði hann líka falið sig inni í skáp.  Honum leið betur að hafa eitthvað til að halda utan um.  Það veitt honum öryggi.  En öryggi gegn hverju?  Það var langt síðan að Nightmare hafði liðið svona hjálparlausum, eins og hann gæti sér enga björg veitt.  Hvað ef Phílípus myndi ráðast á hann um leið og sannleikurinn kemur í ljós?  Í raun er það varla hvað ef, því að Phílípus myndi hiklaust stökkva á Nightmare fyrir að stofna syni hans í hættu en myndi hann gera það, þegar að Nightmare er í líkama sonar hans?  Myndi hann virkilega ráðast á Phílíus?  Hvað átti Nightmare að gera ef að það kæmi til átaka þeirra á milli?  Hann veit um gríðarlegu reiðina sem býr í Phílípusi, hann hefur orðið vitni að henni oftar en hann getur talið með talnagrind.  Varla gat Nightmare notað krafta Phílíusar á móti á honum?  Sömu kraftarnir og Katharíanna notaði til þess að drepa meiri hlutann af fjölskyldu sinni, þó að það hefði reyndar verið áætlað.  En hvað ef kraftarnir myndu fara úr böndum og Nightmare myndi í ógáti drepa Phílípus?  Það síðasta sem hann vill er að Phílí þurfi líka að bera þá hræðilegu byrði að vera morðingji, þó að það væri ekki nema sem Nightmare í líkama hans sem hefði gert það.  Nightmare ætlar að gera allt í sínu valdi til þess að koma í veg fyrir að einhvern annar þurfi að lifa þann hrylling.  Nei, fyrr myndi hann stökkva út um gluggann…

,,Phílíus…Phílíus?”

Nightmare hendist upp og er næstum búin að líta í augu Phílípusar en er fljótur að horfa á hendur hans sem benda honum á rúmfötin í fangi hans.

,,Viltu ekki setja rúmfötin á sinn stað?”

Þegar Nightmare hristir höfuðið, segir Phílípus:  Allt í lagi, þér líður kannski betur að hafa eitthvað sem mamma þín átti.”

Evíta…átti þetta?  Nightmare lítur betur á sængurfötin sem hann heldur utan um og sér hvernig grænu og rauðu blómin tengjast saman á stönglunum.  Hann klökknar upp.  Hefði ég vitað að Sunrise væri þegar búin að finna ,,lausn”  með Des.  Þá hefð ég aldrei fylgt áætlun Cre-Tesar eftir.  Þrátt fyrir Síestu… ég hefði aldrei..ég hefði aldrei…

,,Fyrirgefðu,”  muldrar Nightmare í sængina.

,,Ha, hvað sagðirðu Phílíus?”

,,Fyrirgefðu,”  Nightmare grípur með aumri hendinni í skyrtuerminina hans Phílípusar.  Hann myndi aldrei hafa gert þetta sem æðsta vald heimsins en gat beðið fyrirgefningar í þessum líkama án þess að eiga hættu á eyðileggja orðspor sitt.  Ég ætlaði að vernda Evítu…ég ætlaði að vernda Önnu.  Ég ætlaði að frelsa þær frá fórninni.  Ég ætlaði að gera það…ég veit um leið.  Cre-Tes gerði það til að bjarga Síestu….en ég var of hræddur.  Of hræddur um að enda eins og langafi minn…

Phílípus, sem auðsýnilega hefur ekki minnstu hugmynd um það sem er raunverulega í gangi, brosir dauft, leggur handlegginn yfir son sinn sem stífnar upp, dregur hann að sér og segir:,,Er það sem hefur verið að angra þig?  Ég er ekki lengur reiður við þig.  Þó ég skilji ekki af hverju þú kveiktir í trénu hans Tea.”

,,Ha!  Gerði han..ég það!?”  Nightmare lítur beint á Phílípus sem heldur undan um hann en beinir strax augnliti sínu á höndina sem heldur utan um vinstri öxlina hans.  Phílípus tók utan um mig…?   Það hefur ekki gerst síðan…síðan að pabbi hans dó.  Enginn hefur tekið utan um mig í mörg ár…nema kannski Sóphía.

,,Já, manstu ekki einu sinni eftir því?”

,,Nei…iii.”  Af hverju gerði Phílí það?

,,Credesarfíflið hefur greinilega heilaþvegið þig.  Hann setti þetta dawnítas innsigli á þig.”  Phílípus sleppir tökunum um axlir Nightmare og kreppir hnefann.

,,Innsigli!?”  Verknir í handleggjum Nightmare stigmanast við stækkun augasteina hans sem verða á stærð við diska.   Innsigli!  Er það þess vegna sem mér er svona illt í handleggjunum.  En það er stórhættulegt!  Hvað er Cre-Tes að hugsa!?  Bíddu, heilaþveginn?  Hvenær hitti Phílí Cre-Tes?

,,Manstu ekkert sem gerðist í gær?”

,,Neiii…”  Ég hef ekki hugmynd um hvernig ég endaði sem Phílíus.  Ætli Cre-Tes hafi eitthvað með það að gera?

,,Við verðum að fara strax til Credesarfíflsins og fá hann til að fjarlægja þetta innsigli.  Mér líst ekkert á að senda þig í skólann svona.  Þú getur ekki einu sinni umbreytt hárinu.”  Phílípus bendir á tortímandahárið og Nigthtmare beinir augunum upp að hárinu.  En stíftnar svo upp í stíl við hárbroddana og starir fram fyrir sig steinilostinn.

Skólann?  Phílíus….sem ég…ó,nei það á eftir að verða stórslys!

,,Nei, við verðum að drífa okkur í skólann!”  Hrópar Nightmare á eftir Phílípusi sem er á leið út úr herberginu.

,,Ha, ég hefði haldið þú myndir vilja stökkva á þetta tækifæri til þess að sleppa skólanum.”  Phílípus snýr sér að honum með steingráar upplyftar augabrýr.  Þó að augu þeirra mætist sér hann ekki í gegnum Nightmare eins og Nightmare hafði óttast en er jafnframt pirraður yfir því þar sem að það hefði gert það sem hann er að segja, miklu auðveldara.

,,Nei, þú skilur ekki!  Ég verð að stöðva hann!”  Nightmare veifar handleggjunum eins og hann sé að reyna takst á loft.

,,Hann, hvern?  Um hvern ertu að tala Phílíus?”

Já, ég er að tala um Phílíus en ég get ekki sagt honum það.  Hann mun aldrei trúa mér…nema það er reyndar eitt…  Nightmare rækir sig og reynir að gera sig eins og djúpraddaðann og hann getur með raddböndum Phílíusar.

,,Ég veit hvað gerðist fyrir þrjátíu árum síðan.”

,,Þrjá…tíu árum?  Um hvað ertu að tala Phílíus…? Varla stofndagshrekkinn…þú vissir þegar af honum…”  Phílípus er eitt spurningarmerki í framan.

,,Ég veit af hverju þú myrtir..”  Nightmare kemst ekki lengra því að allskyndilega hefur Phílípus gripið um munninn á honum.

,,Staðreyndin hverfur ekki þó þú reynir að þagga niðri í mér, Phílípus…” segir Nigthtmare með sama uppgerðar dimma rómnum um leið og Phílípus sleppir honum sem sest með plombi á rúmið.

Phílípus er einna líkastur rómverskri marmarastyttu þar sem hann setur á rúminu og segir titrandi rómi:,,Hvernig..hvernig geturðu vitað það?  Ég hef engum sagt þetta.  Anna vissi þetta reyndar þar sem sá eini sem veit þetta, sagði henni þetta víst…”  Hann kipptist til, stekkur upp og lítur það snöggt og djúpt í augun á Nightmare, eins og hann búist við einhver annar sé að fela sig inni í syni hans.  Nightmare langar einna mest til að hlaupa í felur þegar rauði liturinn sem hann sjálfur er svo þekktur fyrir, þekur allt í einu andlit Phílípusar en áður en hann fær tækifæri til þess að gera það, hefur Phílípus gripið traustataki um axlir hans og hann hrópar að honum með þvílíku hatri í rómnum:,,NIGHTMARE!  Hvað gerðiðu við son minn!?”  Hann hristir hann til eins og djúsfernu.

Tennurnar í Nightmare glamra sem rétt nær að koma út úr sér:,,Ég..ég..ég get get get út út út skýrt…” Vonandi en…sá var fljótur að sjá að þetta væri ég…

Phílípus hættir að hrista hann til, sleppir honum og snýr sér að honum með þvílíkri heift í augunum:,,Ég hefði mátt vita að það var einum of undarlegt að sonur minn skyldi ekki muna neitt og hegða sér svona.  Svo að þess vegna faldirðu þig í skápnum!”

,,Ef þú leyfðir mér að útskýra…”

,,Það er eins gott fyrir þig að þú hafir ekki látið eyða honum!”

,,Nei, að sjálfsögðu ekki!  Af hverju ætti ég að gera það!?”  Phílí er sem annað barnabarn mitt.   Ég myndi aldrei meiða hann…nema þegar hann á það skilið.  En annars aldrei!  Því vekur þetta innsigli hjá mér miklar áhyggjur…

,,Hvar er hann, Nightmare!”  Þrumar Phílípus þannig að hárið á Nightmare feykist til eins og í stormi.

,,Í skólanum…eða ég held það allavega.  Phílípus þú verður að losa son þinn við þetta innsigli undir eins.”

,,Ég veit það og þess vegna verð ég að finna hann og…”

,,Þvi lengur sem hann er undir því, þvi hættulegra.”

,,Hættulegra…ja hann gæti misst vitið eins og An..Katharíanna.”

,,Hann gæti misst lífið,” segir Nightmare eins og hann væri að telja upp innkaupalistann sinn og þögn fellur á í herberginu eins og hann hefði hent sprengju þangað inn.

Loksins finnur Phílípus aftur röddina og segir:,,Lífið…?”

,,Já, hver minuta sem fer til spillis…”

,,AF HVERJU SAGIRÐU ÞAÐ STRAX!?” Phílípus þrífur í handlegginn á Nightmare og dregur hann með sér út úr herberginu.

,,Eg vissi ekki að þetta væri innsigli hvað þá þetta…” segir Nightmare vælulegu rómi en leyfir Phílípus samt að draga sig áfram og láta þá báða hverfa inn í sinnepsgula móðu.

 

,,Veistu eitthvert hvert við eigum að stefna?” Spyr Nigthmare þegar þeir stíga út úr sinnepsgulu móðunni fyrir framan skaparaskólann.

Phílípus stendur ráðvilltur á maramaratröppunum:,,Nei…reyndar..reyndar ekki…hver veit hvað Phílíus gæti tekið til bragðs með líkama þinn?”  Hann hristir höfuðið.

,,Hásætissalinn,” segir Nightmare og tekur á rás upp stigapýramídann sem liggur að kúluhúsinu.

Phílípus hleypur á eftir honum  hrópandi:,,  Bíddu, hvernig getum við komist þangað inn!?  Æðstu skapararnir munu aldrei trúa okkur!!!?”  Hrópar hann eins og Nightmare væri ekki löngu búin að finna það út.

Nightmare andvarpar þar sem hann stendur frammi fyrir gullhurðinni:,,Stingu giftingarhringnum inn í raufina hérna.”  Hann bendir á hurðina og Phílípus gerir það hikandi eftir að Nightmare hastar á hann að drífa sig og hefur útskýrt að Rís Fíl hringinn sé hægt að nota í neyðartilfellum.

Nightmare heldur áfram þegar að gullhurðin opnast:,,Ég veit um ráð.  En við verðum að fórna einu leyndarmáli til þess.”

,,Leyndarmáli…ekki þó?”  Phílípus horfir á Nightmare biðjandi augum sem hristir höfuðið en þegar að léttirinn ætlar að taka yfir Phílípus, bætir hann við:,,Nei, ég er að tala um hver Svarti eldur er.”

Phílípus fer allur undan í flæmingi og horfir inn í svart tómið sem blasir við þeim, eftir að hurðin opnaðist:,,Ég….veit ekkert um hvað þú ert að tala…”

,,Heldurðu að virkilega að ég hafi ekki vitað það?”  Nightmare lyftir svörtum brúnum.

Phílípus strýkur yfir skallablettinn á milli steingráu háranna og forðast á líta á Nightmare, álíka skömmustulegur og hann hefði gleymt að læra heima:,,Ja…eg…þú gerðir aldrei neitt i þvi….fórst reyndar með herför gegn blöðunum en aldrei beint að honum…”  Hann snýr fingri í hring.

,,Að sjálfsögðu ekki.  Ég sá aldrei neina ástæðu til þess….ekki fyrr en hann fór að rugla sér og söguhetjunni sinni saman.”

,,Já, það er heldur verra…”  Phílípus hnykklar brýnnar og horfir rannsóknaraugum á Nigthmare með hönd undir kinn.

Nigthmare andvarpar álíka þreytulegur á svipinn eins og sá sem hefur enga hvíld fengið lengi og skyndilega er virkar Phílí jafngamall og Nightmare er.

Hann segir jafn hægt og hann væri að útskýra fyrir litlu barni:,,Ég er ekki hann að þykjast vera Nightmare.  Jafnvel hann myndi ekki leggjast svo lágt og ég er ekki það góður leikari.  Hann veit ekkert um þitt myrkasta leyndarmál þitt er það nokkuð?”

Phílípus hristir höfuðið:,,Nei…ég hef aldrei sagt honum það.  Anna var su eina sem vissi þetta en það var vegna þinnar vitneskju en ekki minnar.  Ég veit ekki hvernig hann myndi taka því og ég sé heldur enga ástæðu fyrir hann til þess að vita það….”  Hann slær vísifingursfingurgómunum saman.

,,Þá sér hann að hann þarf ekki að vera fullkominn eins og systir hans var.”

,,Fullkominn?  Eg vil bara að hann sé öruggur….sem hann er ekki i augnablikinu…og hamingjusamur…sem hann er ekki…”

,,Ekkert okkar er það.”

,,Huh…ertu viss um áætlunina?”  Phílípus lítur inn tómið sem liggur inn í hásætissalinn en þrátt fyrir að hurðin sé opin eiga þeir ekki að komast þangað inn nema með gildri ástæðu, eitthvað sem telst neyðartilfelli og þarf ekki leyfi frá æðstu sköpurunum til þess að koma lengra.

,,Handviss.  Drífum okkur…”  Nightmare snýr sér að gullhurðinni sem stendur opin og tilkynnir ástæðu þeirra fyrir komu þeirra.

,,PHÍLÍPUS RÍS FÍL…EEEH CONCEQUENSES HEIMTAR AÐ FÁ AÐ KOMAST INN ÁSAMT PHÍLÍUSI RÍS FÍL!  HANN SEGIR HAFA HANDSAMAÐ SVARTA ELD!”  Hrópar gullhurðin og Nightmare og Phílípus hlaupa inn um leið og svarta tómið hverfur.

Framhald

Þriðji hluti

Fjórði hluti (lokahlutinn)

Færðu inn athugasemd